Ævidagar æðarunga

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2001

Bruce McMillan: Days of the ducklings.

Um bókina:

Sumarlangt hefur Drífa það verkefni að líta eftir meira en 200 skrækjandi æðarungum á eyjunni Hvallátrum á Breiðafirði. Hún á að koma þeim á legg og endurreisa æðarvarp í eynni. Ef æðarungarnir eiga að geta lifað af mega þeir ekki verða gæludýr. Því verður Drífa að annast þá úr fjarlægð án þess að hæna þá að sér. Einungis þannig eiga þeir möguleika á að geta lifað sem villtir fuglar.

Ævidagar æðarunga er fertugasta og önnur barnabók Bruce McMillan. Hann dvaldi í Hvallátrum sumarið 1999 til að skoða lífríkið og taka myndir fyrir bókina.