Ætternisstapi og átján vermenn : þættir

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1987


Af bókarkápu:

Í þessari bók eru 19 söguþættir af ýmsum toga. Þorsteinn frá Hamri leitar víða fanga, allt aftur í forneskju, og fer um huldar slóðir sagnar og sögu. Lýsir átökum við hið dularfulla, hillingum hugarflugsins.

Margt er magnað og áleitið í þessari bók. Lýst er örlögum fólks sem ótal kynjasagnir haa spunnist um; fólks sem á sína vísu saneinar draum og þraut íslenskrar þjóðar um aldir. Hér eru sögur af válegum atburðum, skammdegi og hrolli. Einnig a foraðskvendum, hrakningsmönnum og skáldum. Höfundur rýnir í sagnir og kannar sannleiksgildi þeirra. Hver greiddi Hólamannahögg? Hver var Valgerður vararlausa eða Abraham, félagi Fjalla-Eyvindar? Var tröllkonan úr Flóanum til? Leynast kannski sannindi á bak við þjóðsöguna, sannindi sem nútímafólk hefur gleymt?

Ætternisstapi og átján vermenn er öðru fremur óður til ímyndunaraflsins og lífsorku þess. Höfundur fléttar saman skáldskap, þjóðsögu og veruleika. Varpar oft nýju ljósi á gamalkunnar heimildir. Dregur aðrar síður þekktar fram í dagsbirtuna. Öll auðkennist bókin af djúpri virðingu og samúð með fólki sem í nauðir rekur. Saga þess er sögð á listrænan hátt, í kjarngóðum, þróttmiklum stíl, sem oft er í námunda við ljóðið.