Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2020

 

Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru stofnuð árið 2018 til heiðurs Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi og fyrst veitt í apríl 2019. Reykjavíkurborg veitir verðlaunin árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er þeim ætlað að styðja við nýsköpun í greininni. Dómnefnd verðlaunanna er skipuð þremur einstaklingum tilnefndum af menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO og Rithöfundsambandi Íslands.

Nánar um verðlaunin og skilafrest handrita.

Vinningshafar

2022

Verðlaunin ekki veitt þar sem ekkert handrit þótti uppfylla þær kröfur sem gera verði til verðlaunaverka.

2021

Margrét Tryggvadóttir: Sterk. Bókin kom út hjá Máli og menningu í maí 2021.

2020

Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sif Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda. Bókin kom út hjá Forlaginu sama ár.

2019 

Bergrún Íris Sævarsdóttir: Kennarinn sem hvarf. Bókin kom út hjá Bókabeitunni sama ár.