Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2020

 

Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru stofnuð árið 2018 til heiðurs Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi og fyrst veitt í apríl 2019. Reykjavíkurborg veitir verðlaunin árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er þeim ætlað að styðja við nýsköpun í greininni. Dómnefnd verðlaunanna er skipuð þremur einstaklingum tilnefndum af menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO og Rithöfundsambandi Íslands.

Vinningshafar

2020

Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sif Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda. Bókin kom út hjá Forlaginu sama ár.

2019 

Bergrún Íris Sævarsdóttir: Kennarinn sem hvarf. Bókin kom út hjá Bókabeitunni sama ár.