Umsókn Reykjavíkurborgar

Reykjavík var útnefnd Bókmenntaborg UNESCO í ágúst 2011. Í umsókn borgarinnar til UNESCO, sem var gefin út í febrúar sama ár, er litið yfir bókmenntir og bókmenntalíf í Reykjavík. Þar er einnig bókmenntaslóð sem hægt er að rölta eftir og viðburðadagatal sem gefur mynd af fjölbreyttum bókmenntatengdum viðburðum frá haustinu 2009 til haustsins 2010.

Höfundar umsóknarinnar eru Auður Rán Þorgeirsdóttir og Kristín Viðarsdóttir og margir aðrir lögðu einnig til efni. Stýrihóp skipuðu þau Svanhildur Konráðsdóttir (Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur, formaður), Signý Pálsdóttir (Menningar- og ferðamálasvið), Anna Torfadóttir (Borgarbókasafn Reykjavíkur), Auður Árný Stefánsdóttir (Menntasvið Reykjavíkur), Pétur Gunnarsson (Rithöfundasamband Íslands), Rúnar Helgi Vignisson (Hugvísindasvið H.Í.), Sigurður Svavarsson (Félag íslenskra bókaútgefenda) og Þorgerður Agla Magnúsdóttir (Bókmenntasjóður).

Hér má lesa umsóknina: