Transgressions: Smásögur fimm höfunda

Ljósmynd frá smásagnakvöldi í Iðnó

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO tók þátt í evrópska smásagnaverkefninu Transgressions: International Narratives Exchange árið 2014. Höfundar frá Íslandi, Póllandi, Noregi og Lichtenstein skrifuðu nýjar sögur af þessu tilefni og birtust þær allar á pólsku í safnritinu Transgressje: Antologia, sem kom út í Wrocław í október 2014. Íslensku sögurnar og tvær þær pólsku birtast einnig á íslensku í Nestisboxinu á vef Bókmenntaborgarinnar síðustu vikuna í október það ár í tengslum við Lestrarhátíð í Bókmenntaborg.

Íslensku höfundarnir eru Halldór Armand Ásgeirsson, Kristín Eiríksdóttir og Þórarinn Eldjárn. Sögur pólsku höfundanna Piotr Paziński og Ziemowit Szczerek voru þýddar í íslensku en þeir heimsóttu Reykjavík á Lestrarhátíð í Bókmenntaborg og tóku þátt í smásagnakvöldi í Iðnó ásamt íslensku skáldunum þriðjudaginn 28. október 2014.

 

SMÁSÖGURNAR FIMM

Halldór Armand Ásgeirsson: Þjóðarheimilið.

Ziemowit Szczerek: Heimsendi nálgast. Anna Katarzyna Woźniczka þýddi úr pólsku.

Kristín Eiríksdóttir: Mold.

Piotr Paziński: Flutningarnir. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi úr enskri þýðingu Joönu Moczyńska.

Þórarinn Eldjárn: Beðið eftir Rol.