Jump to content
íslenska

Miðnætursólborgin (The City of the Midnight Sun)

Miðnætursólborgin (The City of the Midnight Sun)
Author
Jón Gnarr
Publisher
Smekkleysa
Place
Reykjavík
Year
1989
Category
Novels

Um bókina

Miðnætursólborgin er óhugguleg og tæpitungulaus skáldsaga þrungin óslökkvandi losta og hamslausu ofbeldi. Hún segir frá Runólfi, foringja sjóræningjafélagsins, sem kemur til Miðnætursólborgarinnar að leita hefnda. Kynlíf og morð setja svip sinn á söguna alla. Og blóð sem hættir aldrei að renna ...

Þetta er fyrsta skáldsaga Jóns Gnarr.

Úr bókinni

Hann stöðvar Haförninn rétt áður en komið er inní borgina, setur í hlutlausan og stígur út. Hann stendur lengi hljóður og virðir hana fyrir sér, gráa og skítuga. Dökkt mistur grúfir yfir henni og hún virðist algerlega líflaus. Engin hreyfing er sjáanleg, enginn fugl flýgur yfir húsþökunum, ekkert gras grær neinsstaðar. Allt löngu dáið. Ekkert ljós, bara mistrið, Miðnætursólin og lyktin af rotnandi skólpi...
   Öfugt við það sem mætti halda þá er alls ekki heitt og bjart í Miðnætursólborginni. Þar er hvorki heitt né kalt og alltaf rökkur. Það er vegna þess að Miðnætursólin er engin venjuleg sól, heldur ofskynjun. Hún er ein af þessum ofskynjunum sem þú heldur að sé ofskynjun, og VEIST að er ofskynjun! En ef þú teygir hendina í átt til hennar, bítur hún hana af og það er engin ofskynjun. Miðnætursólborgin er nefnilega raunveruleg ofskynjun.
   Hann sest upp í bílinn og ekur af stað.

(s. 16-17) 

More from this author

Sjóræninginn : skálduð ævisaga (The Pirate)

Read more

Plebbabókin (The Book of Losers)

Read more

Börn ævintýranna (Children of Adventure)

Read more

Þúsund kossar (A Thosand Kisses)

Read more

Þankagangur (Thoughts)

Read more

Ferðalög (Travels)

Read more

SÚPER! (SUPER!)

Read more

Ármótaskaup 2016 (Annual Television Comedy Special)

Read more

Áramótaskaup 2018 (Annual Television Comedy Special)

Read more