Jump to content
íslenska

Sjóræninginn : skálduð ævisaga (The Pirate)

Sjóræninginn : skálduð ævisaga (The Pirate)
Author
Jón Gnarr
Publisher
Mál og menning
Place
Reykjavík
Year
2012
Category
Novels

Meðhöfundur er Hrefna Lind Heimisdóttir.

Um bókina

Rauðhærði drengurinn Jón stendur að loknum grunnskóla á vegamótum og upplifir sig algjörlega utangarðs í samfélaginu. Hann fjallar hér um hrakfarir sínar og áföll í íslensku skólakerfi, lýsir svæsnu einelti sem hann varð fyrir, tímabili sínu sem Hlemmari, misjafnlega lukkaðri framgöngu sinni í íslensku atvinnulífi og hörmulegum ferli sem rokksöngvari. En þó grillir í ljós; haldreipin í tilverunni verða Nina Hagen og Johnny Rotten og svo Krapotkín fursti – pönkið og anarkisminn fela í sér vonina um betra og skemmtilegra líf.

Sjóræninginn er skálduð ævisaga Jóns Gnarr eins og Indjáninn og sjálfstætt framahald þeirrar bókar. 

Úr bókinni

Mér leið miklu betur á Hlemmi en í skólanum og fór að venja komur mínar þangað daglega. Stundum tók ég meira að segja fyrsta strætó þangað á morgnana og hékk þar allan daginn, frá því að opnað var á morgnana og þar til lokaði á kvöldin. Dag eftir dag.
   Pönkararnir voru flestir á aldur við mig. Nokkrir voru þó eldri eða aðeins yngri. Þeir elstu voru sextán og sautján ára en þeir yngstu allt niður í tíu og ellefu ára. Við skiptumst í tvo aldurshópa, litlu krakkana og stóru. Litlu krakkarnir voru tíu til fjórtán ára en eldri krakkarnir fimmtán til sautján ára. En aldursmunurinn kom ekki að sök þar sem við vorum öll sameinuð í pönkinu. Eldri krakkarnir sýndu hinum yngri yfirleitt virðingu og tillitsemi. Við vorum tengd saman með ósýnilegum pönkþráðum. Það var okkar samhljómur. Það var ekki bara klæðnaðurinn og tónlistin, það var hugarfarið. Öll áttum við sameiginlegt að vera á einn eða annan hátt á skjön við umhverfið. Flestir áttu við erfiðar heimilisaðstæður að glíma, drykkfellda foreldra eða jafnvel ofbeldi á heimilinu. Margir bjuggu með einstæðri móður sem vann úti og hafði lítinn tíma fyrir þá. Öll vorum við útundan í skólakerfinu.
   Íslensku pönkararnir voru talsvert ólíkir kollegum sínum í Bretlandi. Klæðnaðurinn var fastmótaður og einfaldur og samanstóð af rifnum gallabuxum sem búið var að krota á, strigaskóm eða svörtum hermannaklossum, helst með lausum sóla og svo druslulegum bol. Allir jakkar voru leyfðir en flestir voru þó í leðurjakka eða hermannaúlpu. Úlpur voru annars bannaðar. Margir eldri strákanna voru þó í svörtum kallajökkum með merki í barminum. Hermannaúlpurnar voru eins og gallabuxurnar, útkrotaðar með svörtu tússi. Klippingin var stutt og tjásuleg og átti helst að líta út eins og maður hefði klippt sig sjálfur, flestir gerðu það líka. Þó voru ákaflega fáir með móhíkanarönd eða lit í hárinu. Síðan var einstaka maður með merki, annaðhvort með hljómsveit eða einfaldlega anarkí merki. Hundaólar voru vinsælar um hálsinn og hringir eða nælur í eyrum. Ástæðan fyrir þessum klæðnaði var einfaldlega sú að það var ekki mikið um sérverslanir sem seldu pönkföt og það litla sem fékkst var yfirleitt það dýrt að við höfðum ekki efni á því. Strákar voru í meirihluta en þó voru nokkrar stelpur líka. Þær voru svipað klæddar og strákarnir. Flestir pönkaranna komu úr Kópavogi. Það áttu þeir sitt skjól á Skiptistöðinni í Hamraborg en það var meira fjör á Hlemmi.

(s. 190-192)

 

More from this author

Plebbabókin (The Book of Losers)

Read more

Miðnætursólborgin (The City of the Midnight Sun)

Read more

Börn ævintýranna (Children of Adventure)

Read more

Þúsund kossar (A Thosand Kisses)

Read more

Þankagangur (Thoughts)

Read more

Ferðalög (Travels)

Read more

SÚPER! (SUPER!)

Read more

Ármótaskaup 2016 (Annual Television Comedy Special)

Read more

Áramótaskaup 2018 (Annual Television Comedy Special)

Read more