Jump to content
íslenska

Við Jóhanna (Jóhanna and I)

Við Jóhanna (Jóhanna and I)
Author
Jónína Leósdóttir
Publisher
Mál og menning
Place
Reykjavík
Year
2013
Category
Biographies and memoirs

Um bókina

Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir hafa alla tíð lagt kapp á að halda einkalífi sínu út af fyrir sig – en nú finnst þeim kominn tími til að opinbera þessa óvenjulegu og áhrifamiklu ástarsögu.

 

Þær voru báðar giftar þegar þær hittust fyrst árið 1983 og hvorug hafði átt í ástarsambandi við konu. Því var afar ólíklegt að þær yrðu nokkurn tíma par. Örlagarík fundaferð vorið 1985 markaði upphafið á stormasömu sambandi sem lengi fór leynt, enda ríktu töluverðir fordómar gagnvart samkynhneigðum í þjóðfélaginu á þessum árum.

En ástin sigraði að lokum. Eftir langa og oft stranga vegferð hófu Jóhanna og Jónína sambúð árið 2000 og tíu árum síðar breyttu þær staðfestri sambúð í hjónaband. Þá var Jóhanna orðin forsætisráðherra og þær Jónína þar með fyrstu samkynhneigðu forsætisráðherrahjón heims – sem vakti athygli um víða veröld.

Jóhanna Sigurðardóttir ritar eftirmála bókarinnar.

Úr Okkur Jóhönnu

Þrátt fyrir tilkomu Framkvæmdanefndar um launamál kvenna haustið 1983 nálguðumst við Jóhanna nú ekki beinlínis með svimandi hraða, enda höfðum við báðar ýmsum hnöppum á hneppa.

Hún var önnum kafinn þingmaður og að loknum löngum vinnudögum biðu hennar eiginmaður og tveir ungir synir. Ég starfaði við þýðingar og ferðaþjónustu og á þessum tíma vorum við hjónin undir miklu álagi vegna veikinda sonar okkar sem gekkst undir stóra skurðaðgerð í júní 1984, nýorðinn þriggja ára. Nokkrum vikum síðar bauðst mér starf á skrifstofu þingflokks Bandalags jafnaðarmanna sem var til húsa við Vonarstræti 8.

Tilfinningarússíbaninn var að leggja af stað.

Enn áttaði ég mig þó ekki á hvað ólgan innra með mér táknaði. Ég var bara eitthvað svo eirðarlaus og skrýtin og fann að það tengdist á einhvern hátt nefndarfundunum. Meira vissi ég ekki.

Þrjú örstutt atvik eru mér af einhverjum ástæðum minnisstæðari en önnur frá þessum tíma. Þrír bútar í flóknu púsluspili sem var lengi að taka á sig mynd.

Jólafundur Framkvæmdanefndar um launamál kvenna í kjallara Hallveigarstaða við Túngötu:

Ég mæti snemma og fæ mér sæti á bekk úti í horni. Fyrir framan mig er lágt borð með jólaskreytingu og skál með piparkökum. Fleiri nefndarkonur tínast inn og brátt er þetta horn salarins þétt setið.

Jóhanna mætir seint og kemur aðvífandi í ljósgrárri dragt með jólaglögg í glasi. Við sem sitjum á bekknum þjöppum okkur saman. „Þétt mega sáttar sitja,“ segir einhver og við hlæjum.

Það er svo þröngt á bekknum að mjaðmir okkar og læri snertast.

Mér finnst snertifletirnir loga og þótt ég viti enn ekkert í minn haus óska ég þess í huganum að fundurinn verði langur.

(20-1)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

More from this author

M’aime – m’aime pas!

Read more

Allt fínt ... en þú? (I'm Fine ... and You?)

Read more

Elskar mig, elskar mig ekki (Loves me, Loves me Not)

Read more

Ég & þú (I and You)

Read more

Svart & hvítt (Black & White)

Read more

Kossar & ólífur (Kisses & Olives)

Read more

Talað út (Let's Get it Out)

Read more

Þríleikur (Trilogy)

Read more

Sundur og saman (Back and Forth)

Read more