Jump to content
íslenska

Staða pundsins (The Value of the Pound)

Staða pundsins (The Value of the Pound)
Author
Bragi Ólafsson
Publisher
Bjartur
Place
Reykjavík
Year
2019
Category
Novels

Um bókina

Árið 1976 er verð á hljómplötu á Íslandi tæpar þrjú þúsund krónur – mun hærra en til dæmis á Englandi. Þetta sama ár ákveða mæðginin Madda og Sigurvin – hálffertug ekkja og unglingur með nýtilkominn tónlistaráhuga – að ferðast til Englands og heimsækja gamlan vin hins látna eiginmanns Möddu og föður Sigurvins, mann sem býr á sveitabýli suður af London, með fólki á sama reki og hann; uppreinsnargjörnu listafólki og stjórnleysingjum.

Úr verður saga um móður og son, sem ekki gat hafist fyrr en faðirinn á heimilinu vék úr vegi þeirra. Hálf saga – eins og allar sögur.

Úr Stöðu pundsins

Þrjú hundruð og ein króna. Og sjötíu aurar. Yfirskrift færslu þessa gráa föstudags, þegar vill svo til að breska pundið hefur lækkað, á meðan verð á gulli hækkaði, eins og ég las í blaðinu, kallar á neðanmálsgrein. Svoleiðis notar maður samt ekki í dagbók, er það? En hvers vegna ekki? Því smærra sem letrið er, þeim mun líklegra er að það hafi frá einhverju spennandi að segja. Þegar ég vaknaði í morgun var ég ennþá að hugsa um orðin frá í gær, um "ástandið" og fjölskylduna. Og jafnvel þótt þau orð, í mínu eigin samhengi, geti seint talist spennandi, eru þau efniviður í langar greinar neðanmáls; ég sé fyrir mér þéttan vegg af smáu letri um hið staðna ástand fjölskyldunnar, ekki bara minnar eigin, heldur einnig þeirrar fjölskyldu sem ég tengist í gegnum eiginmann minn heitinn. Óreiða. Dísa og Binni. Íslensk alþýðuheimili. Vín í merkingunni spritt. Af hverju mega Íslendingar ekki drekka bjór í sínu eigin landi? Og nú er dagurinn liðinn. Og ég búin að færa inn það sem mig langaði að færa í dagbókina. Búin að rifja upp heimilislífið í íbúðinni þeirra Dísu og Binna við Dunhagann; hvernig það var áður en þau hættu allri áfengisneyslu, eða töldu sig hafa gert það, með þeirri nýstárlegu aðferð að halda áfram að drekka án þess að aðrir kæmu auga á það. Sem var aðdáunarvert, hefur mér alltaf fundist; og í raun synd að Eldri hafi ekki tekist að tileinka sér þá sömu aðferð. Því það sást aldrei á þeim Dísu og Binna. Og aldrei neitt vesen á þeim, þótt einhverjar sögur bærust með öðrum Íslendingum úr árlegum ferðum þeirra til sólarlanda - reyndar alltaf sama landsins - um að þau slettu óhóflega úr klaufunum. Og kannski svolítið rúmlega það. Það hafði gengið sú saga að maður sem sagt var frá í frétt í Mánudagsblaðinu, sem átti að hafa misþyrmt barþjóni á bar í "sólarlandinu", og notað til þess kjötlæri sem hékk yfir barnum, svokallaða fjallaskinku, hefði verið Binni, stjúpfaðir Eldri.

(25-26)

Bókin á Borgarbókasafninu

 

More from this author

The ambassador

Read more

Rómantískt andrúmsloft (Romantic Atmosphere)

Read more

Isländisches Theater der Gegenwart

Read more

Poems in Action Poétique

Read more

Ljóð í leiðinni: skáld um Reykjavík (Poetry to Go: Poets on Reykjavík)

Read more

Animali domestici

Read more

Wiersze

Read more

Mátunarklefinn og aðrar myndir (The Fitting Room and Other Images)

Read more

Ljóð (Poems)

Read more