Jump to content
íslenska

Ljósið í vatninu (The Light in the Water)

Ljósið í vatninu (The Light in the Water)
Author
Birgir Sigurðsson
Publisher
Forlagið
Place
Reykjavík
Year
2000
Category
Novels

Úr Ljósið í vatninu

Hann beindi sjónum nær, svipaðist um í dalnum. Hann var eini nýi bóndinn í þessum dal. Í mynni hans stóð geysistór graskögglaverksmiðja. Fóðrið sem hún framleiddi átti að duga fyrir allt héraðið og gott betur. Enn eitt dæmið um að menn trúðu ekki á kvóta og framleiðsluskerðingu. Og stjórnvöld virtust ekki heldur gera það því verksmiðjan fékk alla lánafyrirgreiðslu eins og hún væri þjóðþrifafyrirtæki. En hún var varla tekin til starfa þegar sömu stjórnvöld skelltu kvótanum á og ekki var lengur þörf fyrir allt þetta fóður. Verksmiðjan varð gjaldþrota. Athafnamenn úr Reykjavík keyptu hana fyrir slikk. Þeir ætla að breyta henni í stærsta refabú á Norðurlöndum, refahótel, sagði Skari.
 Himbriminn kallaði á vatninu. Hann rak upp hvert ópið af öðru, hvellur og skjálfandi tónninn bergmálaði í fjallshlíðinni hinum megin dalsins. Það hafði komið styggð að honum. Kvenfuglinn lá á hreiðri á ofurlitlu nesi sem gekk út í vatnið. Hvít bringan blasti við langar leiðir. Kannski hafði minkur komið auga á hann. Þá voru dagar hans taldir. Hann beindi sjónaukanum að nesinu en fjarlægðin var of mikil.
 Þar sem hann sat óx blómplanta upp úr grunnri sprungu í nöktu berginu, örlítil þúfa með ilmandi fölbleikum knúppum. Harðgerasta blómplanta landsins. Þar sem engra blómplantna er von, hver er það þá sem býður þig velkominn? Geldingahnappur. Hann ætlaði að slíta upp einn knúppinn og bera hann upp að nefinu en hætti við það, beygði sig niður að sprungunni í staðinn og andaði að sér ilminum.
 Himbriminn var hættur að kalla. Niðurinn frá fljótinu barst til hans. Þetta var kolmórug jökulá, stórfljót. Það rann í gljúfrum fram undir kirkjustaðinn, Djúpugljúfrum. Hann beindi sjónum að gljúfrunum og fylgdi þeim eftir inn á hálendið. Svart og þykkt strik sem skar sundur ása og hæðir uns það hvarf sjónum í fjallaklasa. Þar greindi hann fossúða. Neðsti fossinn í mikilli fossaröð. Lengra sá hann ekki. En hann vissi að Djúpugljúfur skárust inn í hásléttu sunnan við jökulinn og þar voru þau dýpst. Á þessari hásléttu var eitt stærsta gróðursvæði miðhálendisins og mikið heiðagæsavarp. Arnar hafði aldrei komið þangað en Hafdís hafði sagt honum frá því. Þangað var illfært nema á hestum en nú myndi það breytast vegna virkjunarframkvæmdanna. Á hásléttunni átti að verða geysistórt uppistöðulón og hæsta stífla Evrópu í Djúpugljúfrum.

(s. 104-105)

More from this author

Dínamít : leikrit í fjórtán atriðum (Dinamite : A Play in Fourteen Acts)

Read more

Tag der Hoffnung: Schauspiel in vier Akten

Read more

60 selected chess games/poems by the Grandmaster Davíð Bronsteins on the occasion of his 50th birthday on the 19th of February 1974.

Read more

Á jörð ertu kominn

Read more

Marta Quest

Read more

Réttu mér fána (Hand Me a Flag)

Read more

Korpúlfsstaðir : saga glæsilegasta stórbýlis á Íslandi (Korpúlfsstaðir : The story of the Most Magnificent Ranch House in Iceland)

Read more

Skáld-Rósa (Poet-Rósa)

Read more

Svartur sjór af síld : síldarævintýrin miklu á sjó og landi (The Sea is Black With Herring : The Great Herring Adventures on Land and Sea)

Read more