Jump to content
íslenska

Krýningarhátíðin : eða síðasti Romanovinn (The Crown Festival : or the last Romanov)

Krýningarhátíðin : eða síðasti Romanovinn (The Crown Festival : or the last Romanov)
Author
Boris Akúnin
Publisher
Mál og menning
Place
Reykjavík
Year
2003
Category
Icelandic translations

Um þýðinguna

Skáldsagan Koronatsíja ílí poslednyj íz Romanov eftir Borís Akúnín í þýðingu Árna.

Úr Krýningarhátíðinni

Fyrir aftan mig heyrði ég fótatak nálgast hratt. Ég leit við undrandi - augnabliki áður en skelfilega þungt högg skall á höfði mér. Ég rétt gat fest auga á hræðilegu og afmynduðu andliti skeggjaða mannsins sem við höfðum hitt rétt áður en ég hentist til jarðar og missti meðvitund í smástund. Ég segi smástund því þegar ég gat lyft höfði, sem nú var þungt sem blý, var sá skeggjaði ekki kominn nema fáein skref frá mér. Hann hratt til hliðar Mikhail Georgijevitsj, þreif í hönd hennar hágöfgi og dró hana aftur á bak, framhjá mér. Mademoiselle stóð kyrr í ráðleysi og ég var líka eins og frosinn. Ég bar hönd að enni mér og leit svo á hana og sá á henni blóð. Ekki veit ég með hverju hann barði mig, hnúajárni eða blýhanska, en tré og runnar í kringum mig vögguðu til og frá eins og haföldur í stormi. Sá skeggjaði blístraði eins og bófar gera og nú kom fram undan beygjunni sem við höfðum nýgengið framhjá svört kerra með tveim svörtum hestum fyrir. Ekill í víðri svartri regnkápu kippti í taumana og áður en vagninn næmi staðar stukku út úr honum tveir menn, einnig svartklæddir og hlupu að okkur.
Þetta er mannrán og ekkert annað, sagði lág en róleg rödd hið innra með mér og allt í einu hættu trén að rugga sér. Ég reis upp á fjóra fætur, hrópaði til ungfrúarinnar: Emportez le grand-duc!* og greip um hnén á þeim skeggjaða sem var rétt í þessu að fara framhjá mér.

*Farið burt með stórfurstann.

(s. 35)

More from this author

Ríkisráðið (The State Council)

Read more

Leviatan: Morðingi um borð (Leviathan: A Murderer on Board)

Read more

Vetrardrottningin (Azazel)

Read more