Jump to content
íslenska

Í föðurgarði. Minningar

Í föðurgarði. Minningar
Author
Isaac Bashevis Singer
Publisher
Setberg
Place
Reykjavík
Year
1980
Category
Icelandic translations

Um þýðinguna

In my father‘s court eftir Isaac Bashevis Singer. Hjörtur Pálsson þýddi úr ensku.

Úr bókinni

„Til er í þessum heimi mjög einkennilegt fólk og hugmyndir þess jafnvel einkennilegri en það sjálft. Í húsinu okkar í Varsjá - númer 10 við Línsterkjugötu - áttu heima roskin hjón og gengu um sömu forstofu og við. Þau voru venjulegt fólk. Hann var iðnaðarmaður eða kannski farandsali og börn þeirra voru öll gift. Grannar þeirra sögðu samt að þrátt fyrir aldurinn væru þau enn ástfangin. Síðdegis á hverjum hvíldardegi, eftir cholent, var það vandi þeirra að fara í gönguferð og leiðast þétt. Í matvörubúðinni, hjá slátraranum - hvar sem hún var að versla - talaði hún aðeins um hann: “Honum þykja góðar baunir... honum þykir gott að fá almennilegan nautakjötsbita... honum þykir gott kálfskjöt...” Það eru til svona konur sem hætta aldrei að tala um eiginmenn sína. Hann sagði hins vegar líka hvenær sem færi gafst: “Konan mín.” Móðir mín sem komin var af rabbínum í marga ættliði lét brúnir síga þegar hjónin voru annars vegar. Að hennar dómi var slík hegðun til marks um lágkúru sem ekki var við hæfi. En þegar öllu er á botninn hvolft er hægara sagt en gert að vísa ástinni á bug - ekki síst ef roskin hjón eiga í hlut. Skyndilega kom upp orðrómur sem öllum brá við að heyra: Þau gömlu ætluðu að skilja!“

(s. 9)

More from this author

Sjosja(Shosha)

Read more

Þrællinn (The Slave)

Read more

Gallagripur (Scum)

Read more

Töframaðurinn frá Lúblin (The Magician of Lublin)

Read more

Vegabréf til Palestínu (The Certificate)

Read more

Ást og útlegð (Love and Exile)

Read more

Geitin Zlata og fleiri sögur (Zlateh the goat and other stories)

Read more

Iðrandi syndari (The Pentinent)

Read more

Jöfur sléttunnar (The King of the Fields)

Read more