Jump to content
íslenska

Hlaðhamar

Hlaðhamar
Author
Björn Th. Björnsson
Publisher
Mál og menning
Place
Reykjavík
Year
1999
Category
Novels

Úr Hlaðhömri:

Sýslumaðurinn sat við mitt borðið, en skrifarinn með brillurnar og gráa hárkolluna úti við borðhornið, með blekhúsið og sandbyttuna fyrir framan sig. Þeir á bekknum fylgdust grannt með hvernig skrifarinn fletti upp bókinni, lyfti fjöðrinni og klóraði sér upp undir hárkolluna. Loksins sló sýslumaðurinn þrjú högg í borðið með hnefanum og sagði:

 - Þessi héraðsréttur er settur, af herra sýslumanninum etsetera, skrifaðu það, og að viðverandi löglegri tölu meðdómenda, og datum, á þingstað réttum, í Bæ í Bæjarsveit, skrifaðu það. Sýslumaðurinn leit upp og fór augunum eftir röð meðdómsmannanna á bekknum, brýndi síðan raustina:

 - Á þessu inniverandi þingi verður einasta í dag tekið fyrir eitt sakamál til straffs. Jón! Leiddu fram fyrir dóminn aresstantinn Árna Kársson á Hlaðhamri!

 Jón opnaði lásinn fyrir grindinni og stuggaði fram Árna Kárssyni. Hann var með lífgjörðina og dró eftir sér keðjuspottann sem sat enn í kengnum. Yfir herðunum og yfir um bringuna var hann með vafinn einhverskonar dúk, en samt var meira en ljóst hversu horaður og pervisinn hann var. Þrátt fyrir svart skeggið og dökkbláa hvarmbaugana var snarleikur augnanna samur við sig. Það var enda með ótrúlegri foragt sem hann leit til þeirra Varða og Steina í Dal sem sátu næstir honum á bekknum. Hann snýtti sér milli fingra svo sem í áttina til þeirra og sparði í engu hvínandi nefhljóðið. Síðan gekk hann sjálfviljugur feti framar og stillti sér upp fyrir framan sýslumanninn. Engu var líkara en hann teldi sig einhver Jesum frammi fyrir Kaífasi!

 Sýslumaðurinn reis úr sæti, dró bréfastranga upp úr kjólvasanum og sléttað úr á borðinu, gekk síðan aftur í dimmt hornið á skálanum. Þeir á bekknum hefðu ekki þurft neinn sjöunda sans til þess að ráða af baksvipnum til hvaða altarisgöngu yfirvald þeirra var horfið. En síðan kom hann aftur og settist, horfði svo sem með öðru auganu á arrestantinn, ein leit yfir blöð sín með hinu.

 - Altso! sagði hann all hressilega. Þá má nú byrja:

 - Það er bevísað fyrir rétti sýslumannsins í Dalasýslu, vors æruverða bróður Orms Daðasonar, að þessi delinkvent, Árni Kársson, hafi tekið tvo hesta járnaða í heiðinni fyrir ofan Hlíðarsel, hvar af annar var steingrár fimm vetra gangvari í eigu vors sjálfs, en hinn item járnaður skjóttur sjö vetra, og á þeim hestum riðið vestur um í Dalasýslu, í þeim erindum að pranga þeim út sem sinni eigin eign.

 Ífölge norskra laga artikúlí um þjófnað stórgripa, numero, það skrifum við inn seinna! er því rétt dæmt, að fyrirstefndur delinkvent, Árni Kársson, áður búandi á Hlaðhamri hér í sveit, skuli fyrir sinn bevísaða þjófnað brennimerkjast og missa sína húð. Þar í móti þykir rétt, samkvæmt norskra laga artikúlum, að nefndur delinkvent skuli fyrir tiltekt og óleyfilega brúkun nefndra hesta betala til eigenda þeirra tvígildi siðvanalegs verðs taminna og járnaðra hesta, áttatíu álnir á landsvísu eður samsvaranlega múlkt í vors majestatis lagalegu og slegnu silfri. Skal sú múlkt lukt vera hér á voru heimili innan vikutíma frá þessa dóms dato! En í Mangel þar af skal þessi arrestant, Árni Kársson, líða þá fyrri dæmdu líkamlegu Refsing.

(s. 162-164)

More from this author

Norræn málaralist (Nordic Painting)

Read more

Jarlhettur: Sagan um Þórurnar tvær á Þingvelli (Jarlhettur: The Story of the Two Þóras in Þingvellir)

Read more

Dunganon: Leikrit í 13 atriðum (Dunganon: A Play in 13 Parts)

Read more

Á Íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn (In the Footsteps of Icelanders in Copenhagen)

Read more

Reykjavik

Read more

Þingvellir, staðir og leiðir (Þingvellir, Places and Paths)

Read more

Þorvaldur Skúlason: A Pioneer of Icelandic Modern Art

Read more

Virkisvetur (Winter in the Castle)

Read more

Glóið þið gullturnar (Glow golden towers)

Read more