Jump to content
íslenska

Hengiflugið (The Cliffs)

Hengiflugið (The Cliffs)
Author
Birgir Sigurðsson
Publisher
Forlagið
Place
Reykjavík
Year
1993
Category
Novels

Úr Hengifluginu

Hann hafði nefnt við Sigrúnu að hann vildi hafa telpurnar heima og sjá um þær meðan hann hefði ekki fengið vinnu. Hann fór inn á baðið og þvoði sér. Tók tannburstann og ætlaði að setja tannkrem á hann. Tannkremstúban var tóm. Hann starði á hana eins og hann sæi ofsjónir. Hann opnaði baðskápinn og leitaði að tannkremi en fann ekkert. Kreisti síðan túbuna og tókst að ná smáklípu úr henni. Síðan fór hann fram í eldhús. Dagný sat á stól og dinglaði fótum, gat enn ekki hugsað sér að taka hendur úr vösum á fínu buxunum. Auður var að smyrja brauðsneið handa honum. Hún hafði þegar sett tepoka í málið hans og hellt vatni í það. Hann hafði aðeins beðið hana að hita vatnið, hún var of ung til að hella sjóðandi vatni úr hraðsuðukatli. Hún var svo ákeðin að smyrja brauðið vel að hún dreyfði smjörinu aftur og aftur um sneiðina, tungubroddurinn milli varanna eins og alltaf þegar hún einbeitti sér. Hún hafði aldrei smurt brauð handa honum fyrr.
 Hann settist hjá Dagnýu og brosti við henni. Hún hélt áfram að dingla fótum og hafa hendur í vösunum. Þegar Auði hafði loks tekist að smyrja brauðið nógu vel, byrjaði hún að sneiða ost ofan á það með ostahefli. Það var enn erfiðara. Tungubroddurinn lengi milli varanna. Hann hjalaði við Dagnýju en fylgdist um leið með ástarjátningu framleiðslukonunnar. Hún hafði rétt áður verið öfugsnúin og ekki viljað að hann ætti sig. Hvað hafði snúið henni gegn honum? Hann þurfti ekki að spyrja: Svefnherbergið iðulega fullt af brennivínsstækju á morgnana, hann sjálfur gegnumglær og stybban út úr honum fram eftir degi. Eða móðir hennar ein í rúminu þegar hún kom til að fara upp í til þeirra. Þar á ofan óbrúanleg þögn milli foreldra hennar dag eftir dag.
 Nú stóð þessi litla vera hróðug fyrir framan hann og rétti honum brauðsneiðina. Ljómaði af gleði þegar hann sagði henni hvað hún væri dugleg og brauðsneiðin góð. Hann langaði til að faðma hana að sér en fann að þetta var brothætt stund og lét það vera. Þess í stað sagðist hann ætla að fara með þær niður að höfn. Þær skyldu fara út í garð og leika sér meðan hann rakaði sig.

(s. 97)

More from this author

Dínamít : leikrit í fjórtán atriðum (Dinamite : A Play in Fourteen Acts)

Read more

Tag der Hoffnung: Schauspiel in vier Akten

Read more

60 selected chess games/poems by the Grandmaster Davíð Bronsteins on the occasion of his 50th birthday on the 19th of February 1974.

Read more

Á jörð ertu kominn

Read more

Marta Quest

Read more

Réttu mér fána (Hand Me a Flag)

Read more

Korpúlfsstaðir : saga glæsilegasta stórbýlis á Íslandi (Korpúlfsstaðir : The story of the Most Magnificent Ranch House in Iceland)

Read more

Skáld-Rósa (Poet-Rósa)

Read more

Svartur sjór af síld : síldarævintýrin miklu á sjó og landi (The Sea is Black With Herring : The Great Herring Adventures on Land and Sea)

Read more