Making of Sleipnir

Snemma árs 2014 var byrjað að huga að búningi fyrir Sleipni. Þórunn María Jónsdóttir búningahönnuður fékk það skemmtilega verkefni að breyta teiknimynd í lifandi veru.

Eftir að hafa skoðað teikningar af Sleipni og rætt við Gunnar Karlsson, sem teiknaði Sleipni, skapaði Þórunn fyrsta módelið og kynnti möguleg efni til að búa Sleipni til úr.