Þórdís Gísladóttir

Ég var í afmæli um helgina og gestgjafinn kvaðst hafa heyrt um nýja ljóðabók sem hefði unnið til verðlauna: „Mig langar til að lesa hana.” Ég lofaði auðvitað að lána bókina og þarf nú að skrifa þennan ritdóm í hasti, til að svekkja ekki afmælisbarnið.

Hér er komið sjálfstætt framhald af bókinni Randalín og Mundi eftir Þórdísi Gísladóttur, sem kom út í fyrra. Í þeirri bók fengu lesendur að kynnast tveimur krökkum úr Reykjavík, vinunum Randalín og Munda, og merkilegum atburðum og ævintýrum í hverfinu þeirra. Þá fóru þau til dæmis í strætóferð í miðbænum, versluðu í fornbókabúð, bönkuðu uppá hjá spákonu og skipulögðu hverfishátíð. Í fyrri bókinni var þannig fjallað um lífið í borginni en í Randalín og Mundi í Leynilundi gerast flest ævintýrin hins vegar fjarri borginni í hálfgerðri sveitasælu.

Velúr er önnur ljóðabók Þórdísar Gísladóttur og kom út í byrjun sumars.

Áður en ég tók mér nýjustu ljóðabók Þórdísar Gísladóttur í hönd hafði ég lifað við þann misskilning að hún bæri titilinn Tilfinningabók en ekki Tilfinningarök.

Óvissustig eftir Þórdísi Gísladóttur

Hver er ég og hvað er ég að gera hér? er þekkt lýsing á heimspeki sem kennd er við tilvist og varð nokkuð ríkjandi eftir síðari heimstyrjöld.

Doddi: bók sannleikans! eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur

Það vantar skemmtilegar bækur fyrir unglinga, bækur sem eru til dæmis ekki of þykkar. Þetta segir Doddi, sem er 14 ára og aðalpersónan í Doddi: Bók sannleikans! í innganginum að sögunni.