Steinunn G. Helgadóttir

Það hefur borið nokkuð á því að myndlistamenn leggi fyrir sig skrif. Í sumum tilfellum hafa þeir jafnvel að mestu horfið frá myndlistinni og snúið sér að ritlistinni, enda má vel halda því fram að þessi tvö listform séu ekki eins og ólík og ætla mætti í fyrstu. Undanfarið hafa textatengd myndverk einnig notið mikilla vinsælda og er þar skemmst að minnast Birgis Andréssonar. Það má vel skoða þetta í ljósi þess að almennar markalínur, til dæmis milli bókmenntagreina - ljóða og prósa, skáldskapar og æviskrifa - hafa verið að losna, eða voru jafnvel aldrei eins skýrar og talið var. Sem kemur þó ekki í veg fyrir að fólk skrifi ljóð og skáldsögur, ævisögur og prósa.

Eitt af skemmtilegri formum bókmenntanna eru sagnasveigar eða samtengdar smásögur.

Raddir úr húsi loftskeytamannsins

Eitt af skemmtilegri formum bókmenntanna eru sagnasveigar eða samtengdar smásögur.