Sigríður Hagalín Björnsdóttir

Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur
Year:
2016
Category:
Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur
Ár:
2016
Flokkur:
Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur

Fyrsta skáldsaga Sigríðar Hagalín Björnsdóttur, Eyland, er margslungin bók sem er erfitt að festa undir eina ákveðna bókmenntagrein. Bókin hefst á einbúa í eyðifirði sem er að taka á móti lömbum. Einbúanum er umhugað um að komast lífs og virðist vera á flótta undan einhverju. Hann sest svo við skriftir í hrörlega kofanum sínum þar sem hann ætlar sér að skrifa annál um það sem hefur gerst og „hvernig þetta myrkur skall á“ (bls. 11). Í næsta kafla breytist sjónarhornið og lesandinn fær að kynnast Hjalta Ingólfssyni, blaðamanni, sem heldur fínt matarboð í Hlíðunum ásamt kærustu sinni, Maríu.