Roberto Bolaño

Verndargripur eftir Roberto Bolaño í þýðingu Ófeigs Sigurðssonar
Ár:
2016
Útgefandi:

Í fróðlegum eftirmála að stuttu skáldsögunni Verndargripur  nefnir þýðandinn að verkið sé líklega það sjálfsævisögulegasta af skáldsögum höfundar og að það myndi einskonar millikafla eða ‚brú‘ milli tveggja stórra skáldsagna hans, Villtu spæjaranna og 2666. Á sama hátt má segja að sagan segi lesendum sitthvað um þýðandann, skáldskap hans og áhrifavalda, en slíkt er ekki óalgengt þegar um þýðingar rithöfunda er að ræða. Ófeigur var enda tilnefndur til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir Verndargripinn og er vel að þeirri tilnefningu kominn, textinn er lipur og ljós og lesandi hverfur auðveldlega inn í andrúmsloft sögunnar.