Ragnar Jónasson

„Í öllum grundvallaratriðum var hann góður maður en ekki þoldi þó allt dagsljósið lengur. Og þetta símtal sem hann hafði fengið hafði hrist óþægilega upp í honum, vakið hann til vitundar um að hann þyrfti að taka sér tak.“
(Náttblinda)

Ragnar Jónasson fæddist í Reykjavík árið 1976. Hann útskrifaðist með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Reykjavíkur og nam lögfræði við Háskóla Íslands. Með námi starfaði hann við fjölmiðla, meðal annars á Rás 2 og sem fréttamaður hjá fréttastofu sjónvarpsins. Hann starfar nú sem lögfræðingur og kennari í höfundarétti við Háskólann í Reykjavík.

Ragnar hefur þýtt fjórtán skáldsögur Agöthu Christie á íslensku. Sú fyrsta, Sígaunajörðin (Endless Night) kom út árið 1994. Fyrsta skáldsaga Ragnars, glæpasagan Fölsk nóta, kom út árið 2009. Fleiri hafa fylgt í kjölfarið, síðast Dimma frá árinu 2015.

Ragnar býr í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni og dóttur.

Heimasíða Ragnars er www.ragnarjonasson.com.

Frá Ragnari Jónassyni

Ég hef verið að skrifa nánast frá því að ég man eftir mér.

Kannski má segja að ég hafi að ýmsu leyti verið alinn upp við ritstörf og bækur. Afi minn og nafni var sískrifandi á langri ævi og sagði í tíma og ótíma: „Þú verður að vera duglegur að yrkja, nafni“. Pabbi, sem er ritstjóri og rithöfundur, og mamma hvöttu mig stöðugt til þess að skrifa sögur. Og fleiri fyrirmyndir voru í ættinni þegar kom að ritun og útgáfu bóka, til dæmis föðurbróðir minn sem var rithöfundur og bókaútgefandi.

Ég byrjaði því að skrifa sögur og ljóð fljótlega eftir að ég lærði að halda á penna og brátt leit fyrsta „skáldsagan“ dagsins ljós – þar var um að ræða myndskreytta barnabók, „Óli fer í ævintýraferð“. Og ellefu eða tólf ára gamall skrifaði ég meira að segja fyrstu sakamálasöguna, sem bar hinn dramatíska titil „Í Lundúnaþokunni“. Eins og gefur að skilja þá eru þessar bækur (og verða) óbirtar.

Sautján ára fékk ég svo tækifæri til þess að þýða sakamálasögu úr ensku yfir á íslensku og hélt áfram að þýða eina bók á ári eftir það, fyrst með námi og svo með öðrum störfum, þar til þýddu skáldsögurnar urðu fjórtán talsins.

Þær skáldsögur sem ég hef sent frá mér hafa allar verið sakamálasögur eða glæpasögur (greinarmunurinn þarna á milli er kannski óljós), en áhugi minn á ritstörfum er þó ekki einskorðaður við þá tegund. Það er samt eitthvað við það form, ráðgátuna og fléttuna, sem heillar mig. Skemmtilegast þykir mér þó að skrifa um ólíkar persónur og viðbrögð þeirra við krefjandi aðstæðum, en allt rúmast það vel innan glæpasögunnar.

Svo ef spurningin er hvers vegna ég skrifa þá held ég að svarið sé að ég hreinlega gæti ekki hugsað mér að gera það ekki.

Ragnar Jónasson, 2015

Tilnefningar

2015 - Blóðdropinn, hin íslensku glæpasagnaverðlaun: Náttblinda 

2014 - Blóðdropinn, hin íslensku glæpasagnaverðlaun: Andköf

2013 - Blóðdropinn, hin íslensku glæpasagnaverðlaun: Rof

2012 - Blóðdropinn, hin íslensku glæpasagnaverðlaun: Myrknætti 

2011 - Blóðdropinn, hin íslensku glæpasagnaverðlaun: Snjóblinda

2010 - Blóðdropinn, hin íslensku glæpasagnaverðlaun: Fölsk nóta 

Um einstök verk

Myrknætti

Helga Birgisdóttir: „Eitt morð og margir glæpir“ (ritdómur)
Spássían 2011, 2. árg., vetur, bls. 35.

Rof

Helga Birgisdóttir: „Fjöllin, myrkrið og þögnin“ (ritdómur)
Spássían 2012, 3. árg., 4. tbl. bls. 39.

Snjóblinda

Helga Birgisdóttir: „Morð í myrkri og snjó“ (ritdómur)
Spássían 2010, 1. árg., vetur, bls. 22.

Year:
2003
Publisher:
Year:
2001
Publisher:
Year:
2000
Publisher:
Year:
1998
Publisher:
Year:
2006
Publisher:
Year:
1996
Publisher:
Year:
2004
Publisher:
Year:
2009
Publisher:
Year:
1997
Publisher:
Year:
1994
Publisher:
Year:
2008
Publisher:
Year:
2008
Publisher:
Year:
1999
Publisher:
Year:
2005
Publisher:
Year:
2013
Publisher:
Category:
Year:
2015
Publisher:
Category:
Year:
2009
Publisher:
Category:
Year:
2011
Publisher:
Category:
Year:
2014
Publisher:
Category:
Year:
2012
Publisher:
Category:
Year:
2010
Publisher:
Category:
Ár:
2003
Útgefandi:
Ár:
2013
Útgefandi:
Flokkur:
Ár:
2001
Útgefandi:
Ár:
2000
Útgefandi:
Ár:
2015
Útgefandi:
Flokkur:
Ár:
1998
Útgefandi:
Ár:
2006
Útgefandi:
Ár:
2009
Útgefandi:
Flokkur:
Ár:
1996
Útgefandi:
Ár:
2004
Útgefandi:

Náttblinda er sjötta bók Ragnars Jónassonar um lögreglumanninn Ara Þór.

Ágætis byrjun hét önnur plata hljómsveitarinnar Sigur Rósar og reyndist þeim sannarlega ágætis byrjun á alþjóðlegum ferli. Ekki skal ég endilega segja um hvort bækur Ragnars Jónassonar muni ná álíka æstum vinsældum, en fyrsta glæpasaga hans, Fölsk nóta, er sannarlega ágætis byrjun

Höfundurinn, Ragnar Jónasson þekkir greinilega til á Siglufirði og ég stóð sjálfa mig að því að rifja upp hvar einstaka götur eru í bænum, sá fyrir mér Ráðhústorgið og bíóið eins og það var fyrir rúmum 30 árum þegar ég var að alast þar upp.

Það spunnust nokkrar umræður um Dimmu Ragnars Jónassonar eitt morgunsárið á Borgarbókasafninu.