Kristín Ragna Gunnarsdóttir

Úlfur og Edda: dýrgripurinn eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur

Sumarið framundan virðist ekki lofa góðu fyrir Eddu og allt stefnir í að það verði bæði langdregið og leiðinlegt. Pabbi hennar hefur ákveðið að leigja heimili þeirra til túrista yfir sumarið og þau feðginin ætla að búa í Skálholti á meðan ásamt litla stjúpbróður Eddu, honum Úlfi, sem Eddu kemur ekkert allt of vel saman við. Pabbi Eddu hefur nefnilega tekið að sér sumarvinnu sem kokkur í Skálholti, þrátt fyrir að kunna ekkert að elda. Eina bjarta hliðin er að í Skálholti vinnur amma Eddu og nafna, en hún er fornleifafræðingur og er bæði stórskemmtileg og helsta fyrirmynd barnabarnsins.

Faðir minn þreytist seint á því að minna mig á að Snorra-Edda er ekkert annað en samantekt og endursögn (kristins) grúskara sem hafði þörf fyrir að fella óreiðukenndar sagnir af goðum og heimssköpuninni í einhverskonar reglulegt form. Sjálfsagt hefði kalli fallist hendur frammi fyrir þeim fjölmörgu myndbirtingum goðsagnanna sem síðan hafa bæst við í myndlist, myndskreytingum og myndlýsingum, að ekki sé talað um myndasögur og teiknimyndir. Allar þessar útgáfur bera vitni sjálfstæðum túlkunum, þær eru tilbrigði við goðsögurnar, nýr búningur sem mótar söguna uppá nýtt. Hefðbundnari útgáfan af þessum tilbrigðum eru endursagnir sem þá eru iðulega ætlaðar nýjum kynslóðum, væntanlega á þeim forsendum að tungumál úreldist en ekki sagan sjálf.