Hildur Knútsdóttir

Í skáldsögu Hildar Knútsdóttur, Slætti, er sagt frá stúlkunni Eddu sem hefur lifað með hjartagalla, allt þar til hún fær nýtt hjarta fimm árum fyrir sögutíma bókarinnar. Þetta framlengir líf hennar, en skapar jafnframt með henni nokkra óvissu því hún er með tölfræðina á hreinu og veit að það eru ekki nema helmingslíkur á því að hún eigi langt líf framundan. Vegna þessa á hún eðlilega nokkuð erfitt með að fóta sig í tilverunni, veit illa hvað það er sem hún vill gera og er stöðugt bundin ýmsum boðum og bönnum - og umhyggju foreldra sinna, sérstaklega móðurinnar sem hefur tilhneygingu til að ofvernda hana. Líf Eddu breytist síðan þegar hún tekur að sér að passa sjö ára strák, Eystein, en hann virðist hafa þann óþægilega hæfileika að sjá fyrir hörmungaratburði og slys.

Hryllingur og fantasía eru ríkjandi meðal barna- og unglingabóka þessi jólin og kennir þar ýmissa grasa.

Doddi: bók sannleikans! eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur

Það vantar skemmtilegar bækur fyrir unglinga, bækur sem eru til dæmis ekki of þykkar. Þetta segir Doddi, sem er 14 ára og aðalpersónan í Doddi: Bók sannleikans! í innganginum að sögunni.

Vetrarhörkur eftir Hildi Knútsdóttur

Loksins er komið framhald af hrollvekjunni Vetrarfrí sem kom út fyrir jólin í fyrra. Margir (alla vega ég) hafa eflaust beðið þess með eftirvæntingu að fá að vita hvað yrði um Íslendinga eftir að geimverurnar gerðu innrás. Mörgum spurningum var ósvarað í lok sögunnar og hreint ekki ljóst hvað framtíðin hefði í för með sér. Í Vetrarhörkum fáum við svörin sem við höfum beðið eftir og þau eru skemmtilega ófyrirsjáanleg.