Guðrún Hannesdóttir

„Ég las um systur hans / litlu systur hans sem dó / hún hafði borðað kolamola / og það tók hana heila viku að veslast upp // úr augum hennar flóði himinblámi / og silfrað myrkur“
(Staðir)

Guðrún Hannesdóttir fæddist þann 18. júní árið 1944. Hún lauk stúdentsprófi frá MR árið 1964, nam listasögu við háskólann í Lundi frá 1968-70 og lauk BA-prófi í bókasafnsfræði frá Háskóla Íslands árið 1979. Guðrún hefur síðan starfað sem bókasafnsfræðingur og hefur nú umsjón með bókasafni Myndlistarskólans í Reykjavík.

Guðrún sendi frá sér bókina Gamlar vísur handa nýjum börnum árið 1994, en þar safnaði hún saman vísum fyrir börn og myndskreytti. Upp frá því hefur hún unnið við ritstörf og myndskreytingar eigin bóka fyrir börn meðfram bókasafnsstarfinu. Hún hefur einnig safnað alþýðukveðskap úr skriflegri og munnlegri geymd og birt í þremur bókum, ritað ljóð og greinar í tímarit og gefið frá sér tvær ljóðabækur. Guðrún hefur auk þess sýnt myndir sínar á sam- og einkasýningum hér á landi og víða erlendis.

Guðrún sat lengi vel í stjórn samtakanna Barna og bóka, Íslandsdeildar IBBY-samtakanna, sem og í ritstjórn tímaritsins Börn og menning, sem samtökin gefa út. Hún hefur hlotið verðlaun fyrir bæði skrif sín og myndskreytingar, þá helst Íslensku barnabókaverðlaunin ásamt Sigrúnu Helgadóttur árið 1996 fyrir Risann þjófótta og skyrfjallið, sem Guðrún myndskreytti; og Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2007 fyrir ljóðið „Offors.“

Guðrún er búsett í Reykjavík.

Verðlaun

2007 – Ljóðstafur Jóns úr Vör: „Offors“

2004 – Ljóðstafur Jóns úr Vör, sérstök viðurkenning: „Þar“

1998 – Heiðurslisti IBBY-samtakanna á alþjóðaráðstefnu í Dehli: Risinn þjófótti og skyrfjallið

1996 – Íslensku barnabókaverðlaunin: Risinn þjófótti og skyrfjallið

1994 – Viðurkenning Íslandsdeildar IBBY-samtakanna: Gamlar vísur handa nýjum börnum

Um einstök verk

Eina kann ég vísu

María Hrönn Gunnarsdóttir: „Skrýtnar vísur á myndarlegum stalli“ (ritdómur)
Morgunblaðið, 24. desember 1999. Sjá hér, á tímarit.is

Einhyrningurinn

Helga Einarsdóttir: „Þroskasaga einhyrndrar gimbrar“ (ritdómur)
Morgunblaðið, 19. júlí 2001. Sjá hér, á tímarit.is

Katrín Jakobsdóttir: „Heima er best“ (ritdómur)
Dagblaðið Vísir – DV, 1. júní 2001. Sjá hér, á tímarit.is

Fleiri gamlar vísur handa nýjum börnum

Sig. Haukur: „Skrautfjaðrir“ (ritdómur)
Morgunblaðið, 28. nóvember 1995. Sjá hér, á tímarit.is

Fléttur

Björn Þór Vilhjálmsson: „Að vefa og flétta í víðáttum ljóðsins“ (ritdómur)
Morgunblaðið, 29. nóvember 2007. Sjá hér, á tímarit.is

Gamlar vísur handa nýjum börnum

Kristán Ari Arason: „Pipraðir páfuglar bornir fyrir börn“ (ritdómur)
Dagblaðið Vísir – DV, 18. nóvember 1994. Sjá hér, á tímarit.is

Hvar?

Kristín Ragna Gunnarsdóttir: „Samspil mynda og texta“
Börn og menning, 19. árg., 1. tbl. 2004.

Sigrún Klara Hannesdóttir: „Barnið spyr“ (ritdómur)
Morgunblaðið, 23. desember 2003. Sjá hér, á tímarit.is

Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn

Sigrún Klara Hannesdóttir: „Gömul þjóðsaga í sparifötum“ (ritdómur)
Morgunblaðið, 10. desember 1998. Sjá hér, á tímarit.is

Risinn þjófótti og skyrfjallið

Sigrún Klara Hannesdóttir: „Íslensku barnabókaverðlaunin 1996. Falleg þjóðsagnaperla“ (ritdómur)
Morgunblaðið, 28. nóvember 1996. Sjá hér, á tímarit.is

Sagan af Pomperipossu með langa nefið

Kristín Ragna Gunnarsdóttir: „Innihaldsríkt útlit“
Börn og menning, 17. árg., 1. tbl. 2002.

Soffía Auður Birgisdóttir: „Nefið langa og öskrið hræðilega“ (ritdómur)
Morgunblaðið, 18. desember 2001. Sjá hér, á tímarit.is

Sagan af skessunni sem leiddist

Sigrún Klara Hannesdóttir: „Skessum getur líka leiðst“ (ritdómur)
Morgunblaðið, 9. desember 1997. Sjá hér, á tímarit.is

Staðir

Kormákur Bragason: „Bókmenntaspjall: Kormákur Bragason fjallar um bækur“ (ritdómur)
Stína 2011, 6. árg., 2. tbl. bls. 201-10.

Úlfhildur Dagsdóttir: „Góðir staðir til að vera á“ (ritdómur)
Bókmenntavefurinn, nóvember 2010, sjá hér.

Year:
2011
Publisher:
Category:
Year:
2008
Publisher:
Category:
Year:
2011
Publisher:
Category:
Year:
2011
Publisher:
Category:
Year:
2007
Publisher:
Category:
Year:
2015
Publisher:
Category:
Year:
2010
Publisher:
Category:
Year:
2012
Publisher:
Category:
Year:
2010
Publisher:
Category:
Year:
2012
Publisher:
Category:
Year:
2007
Publisher:
Category:
Year:
2011
Publisher:
Category:
Ár:
2011
Útgefandi:
Flokkur:
Ár:
2008
Útgefandi:
Flokkur:
Ár:
2011
Útgefandi:
Flokkur:
Ár:
2011
Útgefandi:
Flokkur:
Ár:
2001
Útgefandi:
Flokkur:
Ár:
2007
Útgefandi:
Flokkur:
Það skilur enginn hvað auglýsingaslagorðið „góður staður til að vera á“ á eiginlega að þýða (og ég man alls ekki hvað er verið að auglýsa), en hinsvegar á frasinn afar vel við ljóðabók Guðrúnar Hannesdóttur, því þar er sannarlega gott að vera.
Guðrún Hannesdóttir hlaut fyrr á þessu ári Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið „Offors”. Ekki er þó hægt að segja að titill þess lýsi vel stemningunni í ljóðum þessarar fyrstu ljóðabókar hennar, Fléttur, en þar sýnist mér frekar annar titill eiga við: „Kyrrð”.
Það fór ekki mikið fyrir Teiknum í jólabókaumræðu síðasta árs. Þó hefði verið full ástæða til að gera smá hávaða: bæði var ekki mikið um ljóðabækur það árið og svo er bókin einfaldlega góð. Sem út af fyrir sig er mikilvæg ástæða til að vekja á henni athygli, koma ljóðum hennar ekki bara til sinna, heldur allra hinna, svo ég leyfi mér að skella fram asnalegum frasa – en slíkt bull myndi Guðrún aldrei láta um lyklaborð sitt fara.

Þjóðsagan gengur ljósum logum um ljóðabók Guðrúnar Hannesdóttur, humátt.