Eyrún Ósk Jónsdóttir

Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur

Eyrún Ósk á auðvelt með að fanga lesandann og draga inn í heim bókarinnar. Við fylgjum ljóðmælanda frá bernsku á 9. áratug síðustu aldar til loka unglingsáranna, þar sem barnið er orðið að ungri konu. Lesandi er fyrirvaralaust settur inn í heim barnsins í fyrsta hluta, Flugufótur og annað fylgimál, þar sem fyrsta ljóð bókarinnar hefst á orðunum „Ef þú veltir þér niður stóra hól / á laugardegi / eða steypir þér kollhnís / færðu garnaflækju / og grasgrænu í buxurnar.“. Í veröld barnsins er garnaflækja raunverulegur fylgikvilli galsa í leik, en getur samt ekki stöðvað leikinn: „Einn tveir þrír fjórir fimm / dimmalimm“ (bls. 4).