Emil Hjörvar Petersen

Víghólar eftir Emil Hjörvar Petersen
Publisher:
Víghólar eftir Emil Hjörvar Petersen
Útgefandi:
Víghólar eftir Emil Hjörvar Petersen

Víghólar er ríflega 400 blaðsíðna skáldsaga sem blandar saman fantasíu og hefðbundinni glæpasögu með norrænu ívafi. Við kynnumst huldumiðlinum Bergrúnu Búadóttur, sem hefur verið verkefnalaus lengi og því átt erfitt með að greiða húsaleigu og láta laga gleraugun, sem hún hefur límt saman með teipi. Hér mætir norrænn raunveruleiki lesandanum, blokkaríbúðin, harkið og afleiðingar hjónaskilnaðar. Bergrún á í erfiðu sambandi við dóttur sína, Brá, en hún er tvítug og við það að falla á mætingu í MH.