Eiríkur Örn Norðdahl

„Þetta var ekkert líkt því að fljúga. Þetta var meira einsog að detta. Konur deyja. Það er hin óumflýjanlega staðreynd. Þær hrapa fram af byggingum, illa til hafðar og örvæntingarfullar.
Og karlmenn, þeir fara á þing.“
(Gæska)

Eiríkur Örn Norðdahl fæddist í Reykjavík þann 1. júlí 1978. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði 1999 og stundaði síðar þýskunám í Berlín árið 2003. Auk ritstarfa hefur Eiríkur fengist við ýmis störf í gegnum tíðina, hann hefur verið leiðbeinandi í grunnskóla, málari í skipasmíðastöð, næturvörður á hóteli, stuðningsfulltrúi á sambýlum, fengist við umönnun aldraðra, káetuþrif á skemmtiferðaskipi og verið kokkur á leikskóla svo sitthvað sé nefnt. Hann er einn stofnmeðlima í Nýhil, útgáfufyrirtæki sem gefur út skáldskap ungra höfunda og stendur að auki fyrir menningarviðburðum þar sem skáldskapur ungra höfunda er í öndvegi.

Á vegum Nýhil hefur Eiríkur tekið þátt í skipulagningu fjölda hátíða og ljóðadagskráa, svo sem Nýhilkvölda í Berlín veturinn 2002 – 2003, Ljóðapartýs Nýhils um Ísland sumarið 2003, The Mugihil Vestfjarðatúrs ásamt tónlistarmanninum Mugison (Örn Elías Guðmundsson) og fjölda annarra Nýhilkvölda í Reykjavík, Berlín og á Ísafirði. Hann var framkvæmdastjóri Alþjóðlegrar ljóðahátíðar Nýhils 2005 sem haldin var í Klink og Bank og Norræna húsinu um verslunarmannahelgina og sömu hátíðar 2006 sem haldin var í Stúdentakjallaranum 10. og 11. nóvember. Fjöldi íslenskra og erlendra skálda tóku þátt í þessum hátíðum. Eiríkur Örn var einnig útgáfustjóri Traktors, undiforlags bókaútgáfunnar Bjarts á Ísafirði, sem skyldi leggja sérstaka áherslu á ferskar og skelmislegar bókmenntir innlendra sem erlendra höfunda.

Fyrsta útgefna bók Eiríks Arnar er ljóðabókin Heilagt stríð – runnið undan rifjum drykkjumanna, sem hann gaf út sjálfur í 50 eintökum árið 2001. Árið áður hafði hann þó sent frá sér þrjár smásögur í jafn mörgum bæklingum. Síðan hefur hann sent frá sér fleiri ljóðabækur á vegum Nýhils, bæði á íslensku og ensku, auk skáldsagna. Ljóð hans hafa líka birst í safnritum og tímaritum á Íslandi og erlendis. Eiríkur Örn er ötull þýðandi og hefur bæði þýtt skáldverk erlendra höfunda á íslensku og verk af öðrum toga. Hann hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin árið 2008 fyrir þýðingu sína á Móðurlaus Brooklyn (Motherless Brooklyn) eftir Jonathan Lethem. Að auki hefur hann skrifað greinar og pistla um bókmenntir og þjóðfélagsmál fyrir blöð og tímarit og flutti pistla í Speglinum í RÚV sumarið 2005. Meðal annars hefur hann skrifað um bækur fyrir Morgunblaðið, vefsíðuna ljóð.is, tímaritið Mannlíf og Bæjarins besta á Ísafirði og tekið viðtöl fyrir tvö síðastnefndu blöðin.  Hann er einnig afkastamikill bloggari og heldur úti síðunni norddahl.org.

Fyrsta skáldsaga Eiríks, Hugsjónadruslan, kom út árið 2004. Síðan hafa fjórar fylgt í kjölfarið, síðast Heimska árið 2015. Skáldsagan Illska kom út árið 2012, fyrir hana hlaut Eiríkur Íslensku bókmenntaverðlaunin, og var auk þess tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. 

Eiríkur Örn Norðdahl býr á Ísafirði.

Forlag: Nýhil / Mál og menning.

Mynd af höfundi: Aino Huovio.

Verðlaun

2015 - Verðlaun Transfuge tímaritsins fyrir bestu skandinavísku skáldsöguna í franskri þýðingu: Illska

2012 - Íslensku bókmenntaverðlaunin: Illska

2010 - ZEBRA Poetry Film Festival, Berlin. Special Mention: Fyrir myndljóðið „Höpöhöpö Böks“

2010 - Viðurkenning Fjölís

2008 - Íslensku þýðingaverðlaunin: Móðurlaus Brooklyn eftir Jonathan Lethem

2007 - Rauða fjöðrin, stílverðlaun lestrarfélagsins Krumma: Fyrir kafla úr skáldsögunni Eitur fyrir byrjendur

2006 - Ljóðstafur Jóns úr Vör, aukaverðlaun: Fyrir ljóðið „Parabólusetning“

Tilnefningar

2015 - Menningarverðlaun DV í leiklist: Mávurinn, tilnefndur með leikhópnum

2013 - Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Illska

Greinar og umfjöllun

Um Nýhil

Viðar Þorsteinsson: „Nýhil, eða vandi hins nýja“
Skírnir, 180 árg., 2006 (vor), s. 205-211

Ingi Björn Guðnason: „New Howls. Nýhil and Contemporary Poetry“
Nordis Litteratur / Nordic Literature 2006, sjá hér

Um einstök verk

Blandarabrandarar (Die Mixerwitze)

Ingi Björn Guðnason: „Norrænar bókmenntir“
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér

Doktor Proktor og prumpuduftið (þýðing)

Úlfhildur Dagsdóttir: „Hugmyndir á ferð og flugi“
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér

Eitur fyrir byrjendur

Bjarni Bjarnason: „Heimspekileg endurnýjun raunsæis“ (ritdómur)
Tímarit Máls og menningar 2008, 69. árg., 1. tbl. bls. 127-31.

Þórunn Hrefna Sigurðardóttir: „Eitur fyrir byrjendur“
Umfjöllun í Víðsjá á Rás 1 13. desember 2006, sjá hér

Gæska

Björn Þór Vilhjálmsson: „Þjóðarbrot“ (ritdómur)
Tímarit Máls og menningar 2010, 71. árg., 1. tbl. bls. 136-43.

Hugsjónadruslan

Bjarni Bjarnason: „Eruð þér Færeyingur?“
Tímarit Máls og menningar, 66. árg., 3. tbl. 2005, s. 110-112

Úlfhildur Dagsdóttir: „Skipstjórinn minn ekki byggður á Ahab“
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér

Illska

Auður Aðalsteinsdóttir: „Sagan endurrituð“
Spássían 2012, 3. árg., 4. tbl. bls. 9-17.

Jón Yngvi Jóhannsson: „Dirfska“ (ritdómur)
Tímarit Máls og menningar 2013, 74. árg., 4. tbl. bls. 116-20.

Ritdómar og umfjöllun um verk Eiríks hafa einnig birst í dagblöðum, sjá t.d. Gagnasafn Morgunblaðsins

Plokkfiskbókin eftir Eirík Örn Norðdahl
Year:
2016
Publisher:
Category:
Year:
2011
Publisher:
Category:
Year:
2011
Publisher:
Category:
Year:
2006
Publisher:
Year:
2010
Publisher:
Year:
2010
Publisher:
Year:
2003
Publisher:
Year:
2007
Publisher:
Year:
2003
Publisher:
Hvítsvíta eftir Athenu Farrokhzad
Year:
2016
Publisher:
Year:
2009
Publisher:
Year:
2008
Publisher:
Year:
2007
Publisher:
Year:
2007
Publisher:
Year:
2005
Publisher:
Category:
Year:
2002
Publisher:
Category:
Year:
2013
Publisher:
Category:
Year:
2006
Category:
Year:
2005
Publisher:
Category:
Year:
2001
Publisher:
Category:
Year:
2003
Publisher:
Category:
Year:
2003
Publisher:
Category:
Year:
2005
Publisher:
Year:
2009
Publisher:
Year:
2006
Publisher:
Category:
Year:
2009
Publisher:
Category:
Year:
2015
Publisher:
Category:
Year:
2004
Publisher:
Category:
Year:
2012
Publisher:
Category:
Year:
2005
Publisher:
Year:
2006
Publisher:
Year:
2012
Publisher:
Year:
2014
Publisher:
Year:
2005
Publisher:
Ár:
2005
Útgefandi:
Ár:
2009
Útgefandi:
Ár:
2011
Útgefandi:
Flokkur:
Ár:
2006
Útgefandi:
Ár:
2005
Útgefandi:
Flokkur:
Ár:
2005
Útgefandi:
Daginn eftir að ég lauk við Illsku eftir Eirík Örn Norðdahl heyrði ég lag í alls óskyldu hlaðvarpi (er það ekki örugglega íslensk þýðing á „podcast“?). Lagið er frá árinu 2005, það er samið af grínistanum og tónlistarmanninum Stephen Lynch og heitir Tiny Little Moustache. Í texta lagsins ávarpar maður að nafni Stephen Lynchburgstein kærustuna sína, hann segist hafa uppgötvað að hún sé nasisti og að þess vegna þurfi þau að hætta saman.

Það er eitthvað sérstaklega dýrmætt við það bessaleyfi sem barnabækur taka sér í bulli. Hugmyndafluginu er gefinn algerlega laus taumur og fyrstu skotmörkin eru raunsæi (sem er leiðindapúki) og trúverðugleiki (sem er fúll). Hláturtaugarnar eru kitlaðar hressilega í tveimur þýddum barnabókum sem einkennast af líflegu taumleysi, Ottólína og gula kisan eftir Chris Riddell, breskan barnabókahöfund og myndasöguhöfund og Doktor Proktor og prumpuduftið eftir norska glæpasöguhöfundinn Jo Nesbø.

"Þú sagðir vonandi ekkert slæmt" segir amma í hvert sinn sem ég nefni að ég hafi fjallað um bók. Neinei, svara ég, ég sagði ekkert slæmt. Stundum krosslegg ég fingurna, það verður að hlífa gamla fólkinu. Í orðum ömmu birtist klárlega ákveðið viðhorf til bókmenntagagnrýni, en það er sú ''hefð'' í íslenskri bókmenntarýni að tala helst alltaf frekar á jákvæðu nótunum.

Hugsjónadruslan eftir Eirík Örn Norðdahl

Gömul laglína úr Bubbalagi hljómaði í hausnum á mér þegar ég lagði frá mér skáldsögu Eiríks Arnars Norðdahls, Hugsjónadruslan. Eitthvað um glugga og norðanvind, afskaplega hugljúft eitthvað og ekki alveg fannst mér í takt við lesturinn. Svo kom þetta, hægt og hægt, línan sem kallaði lagið fram: “það er ekkert hér”. Ekki man ég hvað lagið heitir, en textinn er eitthvað á þessa leið: “stundum heyri ég hlátur, í gólffjölum marra, hjartað tekur kipp, en það er ekkert hér”. Og þá var það komið, það sem ég hef um bók Eríks að segja.

Nýhilhópurinn hefur verið nokkuð áberandi síðustu þrjú árin eða svo, gefið út ljóðabækur, greinasöfn og skáldsögu. Einnig hefur hópurinn staðið fyrir líflegum upplestrakvöldum ásamt því að halda vel heppnað ljóðapartý um síðustu verslunarmannahelgi þar sem fjöldi erlendra og íslenskra ljóðskálda kom fram. Í haust boðaði hópurinn svo útkomu níu ljóðabóka eftir jafnmarga höfunda undir yfirskriftinni Norrænar bókmenntir.

Gæska eftir Eirík Örn Norðdahl

Gæska, nýjasta skáldsaga Eiríks Arnar Norðdahls, hefði verið kölluð fantasía fyrir hrun. Gæska lýsir nefnilega atburðum og dregur upp myndir af ástandi sem fáir tengja við hæglátt hversdagslífið á Íslandi. Hæglátt hversdagslífið á Íslandi fyrir hrunadansinn allan, vel að merkja. Nú er nefnilega nær lagi að kalla ástandið á Íslandi í Gæsku Eiríks einhvers konar hliðstæðan veruleika. Það fer nefnilega allt á hvolf.