Eiríkur Guðmundsson

„Orðið gjörvileiki molnaði í sundur í hvert sinn sem þulan birtist á skjánum, nýkomin af sýningu hjá Módel 79-samtökunum, meikuð eins og hún væri að fara á dansleik í Hollywood eða helvíti, það var greinilegt að hún náði engan veginn utan um þetta orð, ég gerði það ekki heldur.“
(1983)

Eiríkur Guðmundsson er fæddur þann 28. september 1969 í Bolungarvík. Hann útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund árið 1988, lauk B.A. prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og loks M.A. prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla 1995. Eiríkur hefur lengst af starfað við dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu, einkum við menningarþáttinn Víðsjá.

Fyrsta skáldsaga Eiríks, 39 þrep á leið til glötunar, kom út árið 2004. Síðan hefur hann gefið frá sér skáldsögurnar Undir himninum (2007) og nú síðast 1983 (2013). Árið 2008 kom út bók Eiríks um skáldskap Steinars Sigurjónssonar, Nóttin samin í svefni og vöku, en Eiríkur ritstýrði endurútgáfu heildarverka Steinars þetta sama ár. Þá hefur Eiríkur skrifað fjölda ritdóma, tímaritsgreina og útvarpspistla um bókmenntir, menningu og samfélag.

Eiríkur er búsettur í Reykjavík.

Forlag: Bjartur.

Verðlaun

2010 – Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins.

Tilnefningar

2013 - Íslensku bókmenntaverðlaunin: 1983

2010 – Menningarverðlaun DV: Sýrópsmáninn

Um einstök verk

1983

Kormákur Bragason: „Bókmenntaspjall : Kormákur Bragason fjallar um bækur“ (ritdómur)
Stína 2014, 9. árg., 1. tbl. bls. 162-7.

Sýrópsmáninn

Dagur Hjartarson: „Getur skáldskapur breytt veðri?“ (ritdómur)
Spássían 2010, 1. árg. (vetur), bls. 45.

Sigurður Ólafsson: „Hugmyndir fyrir lokaverkefni“
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér.

Soffía Auður Birgisdóttir: „Að grafa leynigöng milli veruleika og drauma“ (ritdómur)
Tímarit Máls og menningar 2012, 73. árg,. 1. tbl. bls. 133-6.

Undir himninum 

Dagný Kristjánsdóttir: „Hver er hvað og hvað er hver og hver er ekki hvað?“ (ritdómur)
Tímarit Máls og menningar, 68. árg., 4 tbl. 2007, s. 106-109.

Ingi Björn Guðnason: „Undir himninum“
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér.

Greinar og viðtöl við Eirík Guðmundsson auk ritdóma um bækur hans, hafa einnig birst í dagblöðum. Sjá til dæmis Gagnasafn Morgunblaðsins.

 

Year:
2015
Publisher:
Category:
Year:
2008
Publisher:
Category:
Year:
2013
Publisher:
Category:
Year:
2004
Publisher:
Category:
Year:
2010
Publisher:
Category:
Year:
2006
Publisher:
Category:
Year:
2014
Publisher:
Category:
Ef einhver BA-nemi sem ómögulega getur fengið hugmynd að sniðugu lokaverkefni er að lesa þetta, þá er ég hér með uppástungu: Pældu í karlkyns aðalpersónum nokkurra nýlegra íslenskra skáldverka og svaraðu því hvaða deyfð kom eiginlega yfir þær.
Að missa póstkort, eða öllu heldur fleygja því, út um glugga á risíbúð á horninu á Kvisthaga og Hjarðarhaga, póstkort sem maður hefur trúlega skrifað eitthvað á en man ekki hvað, hljómar kannski ekki eins og alvarlegt atvik.

Í nýjustu skáldsögu Eiríks Guðmundssonar segir af 12 ára dreng, sem þó gæti allt eins verið 112 ára, sem býr í litlu þorpi milli hárra fjalla og reynir að kortleggja heiminn og lífið: „Ég er 12 ára gamall og lífið er strax orðið mér ofviða.“ Hann er nafnlaus, sögumaðurinn okkar, þótt „það væri einfaldlega þannig að hvorki hér né annars staðar kæmust menn langt án nafns, þeir gætu ekki einu sinni dáið.“ Í upphafsorðum verksins segir sögumaður að hann hafi „snúið aftur til að sækja það sem hann gleymdi fyrir mörgum árum.“ Hann keyrir um á litlum bílaleigubíl, tiltekur nákvæmlega tegund, árgerð og kílómetrafjölda, „þá hef ég fært ykkur inn í veruleikann, síðan mun ég taka hann frá ykkur.“