Björk Bjarkadóttir

„Þjófurinn rífur niður myndina og hleypur af stað. Amma og Óli elta. „Þú manst, Óli,“ hvíslar amma á hlaupunum, „verðirnir mega ekki sjá okkur.““
(Amma og þjófurinn í safninu)

Björk Bjarkadóttir er fædd í Reykjavík árið 1971. Hún útskrifaðist með stúdentspróf af tungumálabraut frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1991, nam við Konst och Hantverksskolan í Gautaborg í skiptinámi árið 1996 og lauk meistaraprófi í Communication visuelle (sem rúmar grafíska hönnun, ljósmyndun og myndskreytingu) frá ESAG Penninghen í París árið 1997.

Björk sendi frá sér sína fyrstu bók árið 1999, barnabókina Gíri Stýri og skrýtni draumurinn, sem fjallar um gíraffann og strætóbílstjórann Gírmund. Gíri Stýri og veislan fylgdi í kjölfarið árið 2001 og á árunum 2003-11 bættust einar ellefu barnabækur við, þar sem Björk samdi bæði texta og myndir. Þar á meðal er bókin Amma fer í sumarfrí en fyrir hana fékk Björk Dimmalimm – íslensku myndskreytiverðlaunin árið 2006. Sama ár hlaut hún vorvindaviðurkenningu IBBY á Íslandi fyrir framlag sitt til barnabókmennta.

Hún hefur einnig myndskreytt fjölda bóka annarra barnabókahöfunda, þar á meðal Skrímslið litla systir mín (2013) eftir Helgu Arnalds og Kroppurinn er kraftaverk (2014) eftir Sigrúnu Daníelsdóttur. Þá hefur hún sýnt málverk, ljósmyndir og myndskreytingar á sýningum á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum, Ítalíu og Bandaríkjunum, og stýrt vinnustofum í tengslum við útgáfur bóka sinna. Þýðingar á bókum Bjarkar hafa komið út í Noregi, Færeyjum, Austurríki og Egyptalandi.

Björk býr í Osló.

Verðlaun og viðurkenningar

2006 - Dimmalimm - íslensku myndskreytingaverðlaunin: Amma fer í sumarfrí

2006 - Vorvindaviðurkenning IBBY: Fyrir framlag til barnabókmennta.

Um einstök verk

Amma fer í sumarfrí

Brynja Baldursdóttir: „Súperamma í sumarfríi“ (ritdómur)
Börn og menning 2007, 22. árg., 1. tbl. bls. 21-2.

„Dimmalimm 2006“
Prentarinn 2006, 26. árg., 2. tbl. bls. 4

Mamma er best

Margrét Tryggvadóttir: „Strákar í krísu“
Börn og menning 2006, 21. árg., 1. tbl. bls. 22-5.

Year:
2007
Publisher:
Category:
Year:
2006
Publisher:
Category:
Year:
2006
Publisher:
Category:
Year:
2008
Publisher:
Category:
Year:
2001
Publisher:
Category:
Year:
2010
Publisher:
Category:
Year:
2011
Publisher:
Category:
Year:
2005
Publisher:
Category:
Year:
2010
Publisher:
Category:
Year:
2015
Publisher:

Það er þetta með myndir og orð. Hvort er merkilegra og hvort skiptir meira máli? Er fallega myndskreytt bók, með slarkfærum texta endilega síðri en flottur texti með flötum myndum? Þessar spurningar leita óneitanlega á mig þegar ég er að skoða hið margvíslega samspil orða og mynda, hvort sem er í listaverkabókum, myndasögum eða myndlýstum barnabókum. Hugsanlega mætti setja upp fortíðarhygginn svip og segja sem svo: einu sinni var orðið alltaf aðalmálið og þá var þetta ekkert mál, því þá skipti málið meira en myndin.

Þegar ég les Kalvin og Hobbes myndasögurnar verður mér oft hugsað til umræðu um ímyndunarafl - sérstaklega barna. Kalvin lifir að hluta til í eigin heimi, en þar er tuskutígurinn Hobbes raunveruleg persóna og risaeðlur ráðast á leikvöllinn og borða börn. Einn nemandi minn benti nýlega á í lokaritgerð sinni að þessháttar fantasíulíf þætti tilheyra bernsku en væri hinsvegar orðið óviðeigandi þegar aldurinn færðist yfir; þá er það dæmi um geðveilu eða fortíðarþrá. Hún vildi hinsvegar meina að það væru ímyndaðir heimar bernskunnar sem eignuðust endurnýjað líf í myndlist, hennar og annarra. Þetta finnst mér falleg hugmynd og mikilvæg áminning um hlut lista og mynda í daglegu lífi - og sérstaklega í tengslum við texta.

Eitt af því sem heillar mig við myndabækur fyrir börn er hversu mikilli sögu er hægt að koma fyrir í lítilli bók. Þær bækur sem hér eru til umfjöllunar einkennast af því að þar er ekki mikill texti, þær eru ekki þykkar þó vissulega séu þær í stærra broti en gengur og gerist, en á þessum fáu síðum er komið til skila heilum heimum.

Það veitir ekkert af því að lesa sögur um góða vini, aðhlynningu og umhyggjusemi nú þegar skammdegið hefur sjaldan verið svartara. Á hverju ári koma jólasveinarnir í bæinn með nokkurn fjölda myndabóka fyrir börn og kennir þar ýmissa grasa. Hér verða nokkrum slíkum gerð stuttleg skil.

Höfundar barnabóka með litskrúðugum myndum fara um víðan völl þetta árið og það endurspeglast ágætlega í þeirri umfjöllun sem hér fer á eftir þar sem söguefnið er allt frá hefðbundinni sveitafrásögn til villtra ævintýra kappsamra skrímsla og kinda sem geyma tígrisdýr í ullinni sinni. Björk Bjarkadóttir segir frá bræðralagi stráksins Tolla og kindarinnar Todda í bókinni Grallarar í gleðileit. Þegar mamma þeirra þreytist á fíflalátunum í þeim ákveða þeir að bregða sér niður í bæ og finna eitthvað sem glatt getur mömmu.