Bjarki Karlsson

Það eru aldnir bragarhættir sem helst fá rúm í þessari ljóðabók – eða á maður að kalla þetta kvæðabók. Það er eins og orðið kvæði lýsi betur innihaldi en orðið ljóð. Á baksíðu gerir bragfræðingurinn og rímdoktorinn Ragnar Ingi Aðalsteinsson stuttlega grein fyrir innihaldinu og það gerir skáldið líka hér og hvar og er svo sem ekki miklu við það að bæta.
Enginn sá hundinn eftir Hafstein Hafsteinsson og Bjarka Karlsson

Myndabækur fyrir yngstu börnin eru yfirleitt fullar af gagnlegum lærdómi, þar sem er reynt að koma á framfæri ýmsu sem snertir tilveru barna, á hátt sem þau skilja.