Arngunnur Árnadóttir

Að heiman eftir Arngunni Árnadóttur
Publisher:
Unglingar eftir Arngunni Árnadóttur
Year:
2013
Publisher:
Category:
Að heiman eftir Arngunni Árnadóttur
Útgefandi:
Unglingar eftir Arngunni Árnadóttur
Ár:
2013
Útgefandi:
Flokkur:
Að heiman eftir Arngunni Árnadóttur
Unni verður hugsað til fólksins sem hún þekkir, hér og þar. Tár rennur niður vangann. Hún hefur lagt það í vana sinn að fella tár þegar hún er einsömul í flugvél.

Á síðasta ári hóf útgáfu sína röð stuttra ljóðabóka undir merkjum Meðgönguljóða. Yfirskriftin vísar ekki í barnsburð (endilega) heldur frekar það að bækurnar eru litlar um sig og þær er auðvelt að grípa með sér. Í raun má segja að þessi hugmynd um að ganga með bók á sér birtist einmitt í nokkrum ljóðum þriðju bókarinnar í seríunni, Unglingum eftir Arngunni Árnadóttur. Í „Strætó II“ er sagt frá stúlku í strætó: „Yfirleitt var hún með stílabók í höndunum, ýmist brúna eða ljósbláa, sem hún las í eða skrifaði.“ Í „Strætó III“ gleymir stúlkan bókinni í sætinu og ljóðmælandi les óvart aðeins úr henni. Bókinni er svo skilað í fjórða og síðasta strætóljóðinu: „Ég hafði handleikið bókina mörgum sinnum og fundið að síðurnar voru þéttskrifaðar og eflaust fullar af leyndarmálum.“ Ljóðaröðin felur í sér fallegar myndir af strætóferðum um borgina og gefur til kynna allskonar dularfulla atburði hversdagsleikans.