Ævar Þór Benediktsson

Þín eigin hrollvekja eftir Ævar Þór Benediktsson

Þín eigin hrollvekja er þriðja bókin í Þín eigin… flokknum þar sem lesandinn fær ákveðna grunnsögu en fær svo sjálfur að ákveða hvaða stefnu sagan tekur. Fyrri bækurnar, Þín eigin þjóðsaga og Þín eigin goðsaga, hafa notið mikilla vinsælda meðal ungra lesenda. Í Þín eigin hrollvekja er notast við bakgrunn og söguþráð sem byggja á þekktum atriðum úr hrollvekjuhefðinni en hefðbundið frásagnarform brotið upp með því að bjóða lesandanum í lok hvers kafla að velja hvað gerist næst. Í fyrsta kaflanum er sögusviðið dregið upp helstu persónur kynntar. Þar kemur fram að aðalpersónan sé í pössun þar sem foreldrar hennar hafi farið í leikhús. Barnapían er alger plága og leyfir ekkert; aðalpersónan á að fara beint í háttinn klukkan átta og ekkert múður.