Höfundar og bækur

Hér má finna upplýsingar um á annað hundrað íslenska samtímahöfunda sem skrifa skáldskap af ýmsum toga. Nýjum höfundum er bætt við reglulega en listanum er ekki ætlað að vera tæmandi.

Hægt er að fletta niður listann til að finna tiltekinn höfund, eða leita eftir nafni höfundar eða verks í leitarglugganum hér fyrir neðan.

 

Hvílík frekja og framhleypni í stelpunni að troðast inn í herbergið hjá prestinum. Hún hefur ekki einu sinni orðið sjálfri sér til stór skammar, heldur einnig heimilinu, og slíkt má ekki endurtaka sig. Hlíf verður að fara burt frá Stóra-Felli, hvað sem það kostar, og það strax á morgun. Hún skal verða rekin burt af heimilinu!
(Heimasætan á Stóra-Felli)

„Flipi af höfuðleðrinu flettist af og þurfti tuttugu og þrjú spor til að sauma hann á sinn stað. Hvert einasta hár var rakað burt af höfði mínu þannig að ég leit út eins og aðalpersóna í gamalli svarthvítri hryllingsmynd sem ég sá einhvern tíma í sjónvarpinu. Boris Karloff. Vinstri handleggur svo og báðir fætur sluppu óbrotnir.“
(Ár bréfberans)

„Litla skrímslið hefur eignast / kettling. / Hann er ógurlega sætur og mjúkur. / Litla skrímslið er alltaf / með hann. / En ég á engan kettling.“
(Skrímslakisi)

„Þær stálu ávísanahefti úr frakkavasa uppí Háskóla. Fóru í bæinn og fölsuðu á fullu. Fóru í fataverslanir og snyrtivöruverslanir og keyptu dýr föt og dýrar snyrtivörur og báðu alltaf um að fá að hafa ávísunina aðeins hærri ...“
(Beðið eftir strætó)

„Benjamín settist á gluggakistu, horfði líkt og annars hugar fram fyrir sig. „Hún var „perfektionisti“, réð við það sem hún var að gera.“ Óvænt róaðist hann og talaði dulum, sefandi rómi. „Þar til einn dag að hún tók upp á því að mála kaprísu eftir Paganíní, ærðist og gekk í sjóinn.““
(Benjamín)

„Eina birtan þarna inni barst um rifur á loftinu og frá kerti sem rekið hafði verið ofan í tóma vínflösku. Flaskan var þakin storknuðu vaxi og stóð ofan á kassa við hlið einnar kojunnar. Loginn brann þráðbeinn og rauður þar til hann flökti eins og hreyfing kæmist á loftið í herberginu, svo slokknaði hann.“
(Kata)

„Ég las um systur hans / litlu systur hans sem dó / hún hafði borðað kolamola / og það tók hana heila viku að veslast upp // úr augum hennar flóði himinblámi / og silfrað myrkur“
(Staðir)

„Rithöfundurinn William Burroughs átti að hafa skrifað Naked Lunch hérna. Burroughs var í tísku hjá kaffihúsarottum í Reykjavík. Gott ef það var ekki hann sem hafði setið inni á hótelherbergi í Tangier og skotið í vegginn með skammbyssu á meðan hann skrifaði skáldsögu: PÁ, PÁ, PÁ ...“
(Götumálarinn)

„Ég man bara að ég margsagði manninum að hafa ekki áhyggjur. Þetta væri örugglega misskilningur, allt tómur misskilningur. Og þegar hann vildi ekki kyngja því breyttist ég í ofurhetju. Ég skyldi taka málið í mínar hendur, fullvissaði ég hann um. Ég myndi kippa þessu í lag!“
(Allt fínt... en þú?)

„Það rann upp fyrir Erlendi að það voru engir aðrir persónulegir munir í herberginu. Hann leit í kringum sig en sá hvergi bókahillu eða geisladiska eða tölvu, ekki útvarp eða sjónvarp. Aðeins skrifborð, stól við og rúm með þvældum kodda og skítugu sængurveri. Kompan minnti hann á fangaklefa.“
(Röddin)

„Besti vinur Geira í afurðasölunni var Halim Al: ,,Indælismaður og hörkuduglegur,” sagði Geiri um þennan fyrrverandi vinnufélaga sinn þegar Halim rændi dætrum sínum og fór með þær til Tyrklands. Honum þótti eiginkonan vanhæft foreldri og alkóhólisti. Útlendingar komast oft að þeirri niðurstöðu um íslenska foreldra.“
(Vormenn Íslands)

En hvað eru jarðir? Þær fylla aldrei hólfið í hjarta manns, þar sem einmanaleikinn geymir dyranna. Það herbergi er aðeins einum tjaldað og stendur nú tómt: nær fjórtán mánuði hefur hann saknað hennar; aldrei þó sárar en í þessari ferð.
(Virkisvetur)

„Þau rífa upp dyrnar á pósthúsinu og ryðjast inn. Það fer góður slatti af snjó með þeim inn á gólf. Þau eru alveg hrikalega spennt! Það er ekki á hverjum degi sem þau fá sendan miða sem á stendur að þau eigi pakka í póstafgreiðslunni. Satt best að segja hefur það aldrei gerst áður.“
(Náttúrugripasafnið)

„Hún talaði við blómin, elskaði flugur og fiðrildi og fléttaði körfur úr stráum, klæddi þær með fífum úr mýrinni og sagði að þetta væru rúm fyrir litla fólkið sem ætti heima í hvamminum fyrir ofan húsið. Guðrún hafði aldrei heyrt um álfa í hvamminum, sagði henni að hætta þessari vitleysu og vildi kenna henni að prjóna.“
(Vetrareldur)

„Það var eitthvað verulega athugavert við þetta allt saman og Arngrímur fann kuldahroll læðast upp eftir bakinu og hálsinum upp í hnakkann. Varlega sneri hann sér við og leit á skrifborð sendiherrans sem stóð í skugganum. Sver líkami sat á stól bak við það og drúpti höfði.“
(Sólstjakar)

Flaug hann og flaug / fleygði sér sniðhallt í storminn. / Dró hann og knúði / dulmögnun langt inní veðrinu. / Flaug hann og flaug. / Fjaðrir hans dundu / blásvartar / ofar brimlöðri hafsins.
(Óður um Ísland)

„En morguninn eftir þegar þeir vöknuðu var austurhluti dalsins aðskilinn frá vesturhlutanum með þéttvöxnu þyrnigerði sem enginn komst yfir nema fuglinn fljúgandi. Fólkið austan þess var innilokað. Annars vegar við það voru ókleifir hamrar, hins vegar þyrnigerðið.
Upp frá því töluðu íbúarnir um Austdal og Vestdal.“
(Gegnum þyrnigerðið)

„Þá verður hnausþykka dagbókin mín gefin út um allan heim og ég verð fræg og eignast fullt af peningum. Allir vilja lesa um aumingja litla Grafarvogsbarnið sem var neytt til að yfirgefa allt og alla sem það þekkti og lifa sem fangi í gömlu draugahúsi á Dalvík sem hefur ekki einu sinni götunafn heldur heitir bara Nýibær.“
(Dagbók Ólafíu Arndísar)

„Þær eru ennþá hérna / í Pétursborg / á sveimi / persónur Dostojevskís / meira en hundrað árum / eftir að sögu þeirra lauk“
(Á stöku stað – með einnota myndavél)

Óskar Árni Óskarsson

„Í þorpinu Tungu sofa allir á verðinum. Hvergi á landinu er meira um þjófnað. Þeir eru reyndar sjaldnast stórvægilegir, en þó eru þorspbúar sífellt að hnupla hver frá öðrum. Lítirðu í kaffi til nágranna þíns rekstu fljótlega á einhvern smáhlut sem þú hefur sárt saknað.“
(Kuðungasafnið)

„Af hverju erum við ofurseldir duttlungum allskyns misviturra skáldfugla; allskyns rugludalla og letihauga, ha, og svo er þetta gjarnan drykkfellt í ofanálag?“
(Stormur)

„Vítt um húss míns veggi gráa / daufir skuggar / dulir leika. / Sveipuð hulu sést hún reika, / húmsins gestur, húmsins bláa, / hússins uggur - konan bleika.“
(Glugginn snýr í norður)

„Veggurinn himinhái náði svo langt upp í loftið að Dúkku-Lísa sá ekki hvar hann endaði, sama hvernig hún reigði höfuðið. Hún reigði það meira að segja svo mikið að hún var hrædd um að það myndi bara losna af hálsinum og detta niður á rass. Hún hafði aldrei á ævi sinni séð svona háan vegg.“
(Lísa og galdrakarlinn í Þarnæstugötu)

„Hún dó úr tæringu í baðstofu / frá manni og ungum börnum / mælti svo fyrir að ljóð sín yrðu brennd / Engin ljósmynd er til af henni / að eigin ákvörðun / Hún var talin skilningsgóð / á fagurfræðilega hluti / Hryggir trúðu henni fyrir sorgum“
(Lesnætur)

„En svo komst ég að því að sjórinn vildi mig ekki; tvisvar sinnum hefur hann spýtt mér útúr sér. En núna eftir því sem ég er lengur á þurru landi finnst mér oftar að ég sé að því kominn að drukkna. Ekki í söltum sjó eins og almennilegur maður, ónei heldur í einhverju pappírshafi.“
(Sigla himinfley)

Jón Kalman Stefánsson

„Sjáiði, hvísla sumir, en svo þorir enginn að benda eða segja meira. Fólk bara horfir. Aftur leiftra svipirnir, nú á öðrum stað, leiftra í þriðja sinn, í fjórða sinn og síðan ekki meir. Það slaknar örlítið á þandri spennunni, munnvatnið vætlar fram, eitthvað er sagt lágum hljóðum, en þá rýfur vælið kyrrðina.“
(Birtan á fjöllunum)

„þegar þeir eru hættir að sprikla // Fer með þá í ofninn / og tek þá gullslegna út eftir þrjá tíma / tilbúna að verða / að þér / ef þú vilt borða // gullfiska“
(Meðan sól er enn á lofti)

„Tíminn er þerriblað, / sýgur í sig litlausa daga / og nætur svartar af þéttum skógi. // Ó þessar blekslettur / á lífi okkar, / við höldum að þær verði / eftirminnilegar / þegar fram líða stundir, / en þær hverfa eins og dögg af grasi.“
(Sálmar á atómöld)

„Það er stormur inni í mér. / Feykir harðhentur burt / hinum forgengna. / Sáir ferskum minnum / þess í stað."

„Flugfreyjan hnippir í mig og biður mig að rétta sætisbakið og allt það. Brosir þessu brosi sem íslenskar flugfreyjur halda að sé kurteislegt. Enn ein lendingin í Keflavík í vændum. Ég lít út um gluggann og rifja upp orð skáldsins: Einhvers staðar í öllu þessu grjóti á ég heima.“
(Ást í meinum)

„Trúðu mér, Páll minn. Mannkynið vill ekki láta frelsa sig, forðast það satt að segja eins og heitan eldinn. Nei, þú skalt bara lofa kúlunni að snúast eins og hún vill. Einbeittu þér heldur að einhverju öðru, fótbolta, langstökki, frímerkjasöfnun.“
(Í skugga heimsins)

„Flugvélin lenti af svo miklu afli á Lundúnarflugvelli að taugakerfi mitt splundraðist og leið um skrokkinn á mér í öreindum.“
(Eigendasaga)

„Um tíma átti hann nokkrar hænur, en þær urðu skammlífar; komust í gersull eftir að hann var farinn að brugga og hættur að bíða áfengisferða til Seyðisfjarðar. Hann hafði hellt botnfallinu út á grasflötina bak við húsið og hænurnar komu vappandi í glampandi sólskini og tóku að stinga niður goggum á þessum litla bletti.“
(Trésmíði í eilífðinni)

„Um leið og ég tek í dyrahúninn hleypur kvikt smádýr upp handlegginn, borar sig inn um húðina við olnbogabótina í máli mínu, dyrnar opnast, mr night réttir mér hönd sína og togar mig út, leiðir mig undir trén sem slútta yfir gangstíginn, ég heyri
langdregið væl í uglu“
(Ugluturn)

Utan á sænginni er púður sem kviknar í við minnstu snertingu óvinarins. Lakið mitt er dúkur. Það borgar sig. Því ef guð verður svangur ligg ég hérna tilbúinn einsog fiskur á fati. Bara svo guð viti það. Ég er ekkert að fela mig. Dýnan er til skiptis full af peningum og heyi.
(Sérstakur dagur)

„Nokkrir prúðbúnir vegfarendur niðri á hafnarbakkanum, um borð í erlendu skipi tveir menn að draga upp akkeri, að öðru leyti allt kyrrt eins og á ljósmynd, utan órólegt vatnsborðið, ofan á því brák og tók það til sín myndir og hreyfði; akkerið speglaðist og varð að kolkrabba, festin að smjúgandi ál. Kolkrabbinn elti álinn sem komst undan.“
(Hringsól)