Höfundar og bækur

Hér má finna upplýsingar um á annað hundrað íslenska samtímahöfunda sem skrifa skáldskap af ýmsum toga. Nýjum höfundum er bætt við reglulega en listanum er ekki ætlað að vera tæmandi.

Hægt er að fletta niður listann til að finna tiltekinn höfund, eða leita eftir nafni höfundar eða verks í leitarglugganum hér fyrir neðan.

 

„Þó að veikindi bróður míns hafi lagt undir sig heimilislífið er hann orðinn enn fyrirferðarmeiri eftir að hann dó.“
(Sumarið 1970)

„Hvaðeina kyrrist. Einungis ósögð orð þín hlusta eftir mínum. Mér heyrist þú játa mér hug þinn svo sterkt að jörðin titrar af tilhlökkun og gleði.“
(Vorflauta)

„Nokkrir prúðbúnir vegfarendur niðri á hafnarbakkanum, um borð í erlendu skipi tveir menn að draga upp akkeri, að öðru leyti allt kyrrt eins og á ljósmynd, utan órólegt vatnsborðið, ofan á því brák og tók það til sín myndir og hreyfði; akkerið speglaðist og varð að kolkrabba, festin að smjúgandi ál. Kolkrabbinn elti álinn sem komst undan.“
(Hringsól)

„Horfði eitt andartak framan í þennan hallærislega veiðikall að sunnan sem átti að vera pabbi hans og lét hann sjá að honum væri ekkert um hann gefið.“
(Bestu vinir)

Andri Snær Magnason

„5.000 manns unnu í fjögur ár við byggingu hennar. Í augum hennar brann eilífur FRELSISLOGI.“
(Lovestar)

„Áður sogaði borgarlífið alla krafta úr mér. Ég gat ekki skrifað því alls staðar var eitthvað merkilegt að gerast. Eða svo var mér sagt.“
(Huldur)

„þegar þeir eru hættir að sprikla // Fer með þá í ofninn / og tek þá gullslegna út eftir þrjá tíma / tilbúna að verða / að þér / ef þú vilt borða // gullfiska“
(Meðan sól er enn á lofti)

„Eftir langa íhugun komst ég að því að strandbæir okkar geta ekki hrörnað að fullu fyrir ingróinni þrjósku. Ná ekki að tæmast vegna hógværðar. “
(Bæjarleið)

„Það rann upp fyrir Erlendi að það voru engir aðrir persónulegir munir í herberginu. Hann leit í kringum sig en sá hvergi bókahillu eða geisladiska eða tölvu, ekki útvarp eða sjónvarp. Aðeins skrifborð, stól við og rúm með þvældum kodda og skítugu sængurveri. Kompan minnti hann á fangaklefa.“
(Röddin)

„Þorvaldur var heldur ekki nógu vel að sér, ekki nógu sterkur í bæninni, til að geta ráðið við flökkuþrá hugarins sem spillir hverri upplifun, hve sterk sem hún er, og kemur í veg fyrir að hún ráði ein fyri allri sálinni nema skamma stund í einu. Heilagur andi nær vart að anda þínum nösum þrisvar sinnum þrisvar, svo er hann á förum.“
(Þorvaldur víðförli)

„Þær eru ennþá hérna / í Pétursborg / á sveimi / persónur Dostojevskís / meira en hundrað árum / eftir að sögu þeirra lauk“
(Á stöku stað – með einnota myndavél)

„Ég sest aftur inn í skáp, skrifa nokkra rútínupunga og sendi suður. Svo stend ég á fætur, tékka á því hvort óreiðan sé ekki örugglega næg á skrifborðinu mínu til að ég geti mætt til starfa á morgun, kveð Jóu og labba út í hlýindin.“
(Dauði trúðsins)

„Litla skrímslið hefur eignast / kettling. / Hann er ógurlega sætur og mjúkur. / Litla skrímslið er alltaf / með hann. / En ég á engan kettling.“
(Skrímslakisi)

„Eftir fjóra hringi var sultarkenndin orðin að sárum hungursting, svo ég ákvað að fara ein heim og fá mér skyr og mjólkurglas. Hefði ég ákveðið að fara þrjá hringi til viðbótar, hefðir þú komið í heiminn á frosinni Tjörninni í miðbænum.“
(Rigning í nóvember)

„Þetta er ekki barnabók heldur eitthvert heimspekistagl með drungalegu kroti sem hræðir börn. Til hvers að innræta börnum efa um allt þegar brýnast er að þau upplifi öryggi? Það er enginn tilgangur með þessum bókum, nema síður sé. Í sannleika sagt terrorísera þær ómótaðar sálir.“
(Vetrarsól)

„Undir gangstéttunum þræðir / sem tengja okkur saman / tryggðarböndin ekki lengur / jafn augljós en þó / svo áþreifanleg / þegar upp er grafið. / Hvíslandi raddir í jörðinni / moldugar, sandblautar / orðsendingar / sem berast leifturhratt á milli.“
(Hjartaborg)

„Sólargeislinn kólnar á fjölunum / skilinn við bláa / ljósglætu / sem lifir á skammbitanum.“
(„Hanabjálkinn“)

„Ég leit út á Barnaskerin þar sem össur átu smábörn í makindum forðum tíð, sem þær kræktu í á bæjartúnum, meðan mæður æptu í fjörum en engum bát varð komið út fyrir brimi. Hver heyrði ekki skerandi barnagrátinn leggja frá þessum skerjum er þokur voru á og norrænur?“
(Svar við bréfi Helgu)

„Himbriminn kallaði á vatninu. Hann rak upp hvert ópið af öðru, hvellur og skjálfandi tónninn bergmálaði í fjallshlíðinni hinum megin dalsins. Það hafði komið styggð að honum. Kvenfuglinn lá á hreiðri á ofurlitlu nesi sem gekk út í vatnið. Hvít bringan blasti við langar leiðir.“
(Ljósið í vatninu)

„Ég hafði alltaf verið afar forvitin um þessi herbergi en nú fannst mér skelfilegt að þurfa að fara um þau. Ég skalf eins og hrísla. Á einum veggnum hékk mynd af hengdum manni og á móti stóð glottandi beinagrind. Ég hljóðaði og hrökk sjálf í kút við eigin rödd.“
(Bak við þögla brosið)

„Það er stormur inni í mér. / Feykir harðhentur burt / hinum forgengna. / Sáir ferskum minnum / þess í stað."

„Fíkniefnalögreglan er að störfum. Rassíunni stjórnar þrekvaxin röggsöm mótorhjólalögga í fullum leðurskrúða. Margir eru handteknir eftir nýju kerfi, ættuðu úr National Geographic. Í tímaritinu má sjá að eiturlyfjunum er smyglað til landsins með rauðum fuglum, sem reynast við nánari eftirgrennslan vera flamingóar.“
(Nakti vonbiðillinn)

„Þjófurinn rífur niður myndina og hleypur af stað. Amma og Óli elta. „Þú manst, Óli,“ hvíslar amma á hlaupunum, „verðirnir mega ekki sjá okkur.““
(Amma og þjófurinn í safninu)

En hvað eru jarðir? Þær fylla aldrei hólfið í hjarta manns, þar sem einmanaleikinn geymir dyranna. Það herbergi er aðeins einum tjaldað og stendur nú tómt: nær fjórtán mánuði hefur hann saknað hennar; aldrei þó sárar en í þessari ferð.
(Virkisvetur)

„Drap í sígarettu númer tvö og fann fyrir svengd. Opnaði ísskápinn en uppgötvaði þá að hann hefði steingleymt að birgja sig upp fyrir jólin. Það var ekkert sem minnti á stórhátíð í ísskápnum nema þá helst hálfur lítri af rjóma sem Jens ákvað að þeyta.“
(Rottuholan)

„Úkraínudrengirnir stilltu saman balalækurnar og úteygur Þjóðverji kom til liðs við þá með tvöfalda hnappaharmóniku á maganum. Það var að vísu eitthvað daufara yfir mörgum en í byrjun ferðar, en nú var hvorki pest eða sjóveiki lengur, hér var Ameríka í sjónmáli, landið þar sem tækifærin bíða og draumarnir rætast.“
(Híbýli vindanna)

Bragi Ólafsson

„Í höndunum hefur hún myndarlegt dragspil, og þegar lyklinum í baki hennar er snúið gengur hún af stað, og göngulagið minnir á manneskju sem hefur ekki aðeins étið og drukkið of mikið; hún hefur ekki náð á salernið í tæka tíð.“
(Samkvæmisleikir)

„Hvað ertu að búa til?“ spurði Nonni og gægðist ofan í fötuna. Gumsið leit út eins og þykkur hafragrautur. „Þetta er steypa, karlinn minn,“ sagði afi. Hann tók væna slettu úr fötunni og leyfði krökkunum að pota í hana. „Við þurfum að festa kofann almennilega svo hann fjúki ekki burt.“
(Nonni og Selma: fjör í fríinu)

„Einu sinni þegar ég ætlaði að steikja mér egg kom það út úr skurninni kolbikasvart og fýlan var ótrúleg. Þarna steiktist þetta ógeð fyrir augunum á mér, sumt af því svarta varð einhvern veginn ræpugrænt og rauðan var gulhvítgræn, fýlan varð svo mögnuð að mamma kom inn í eldhús í sjokki.“
(Gullið í höfðinu)

„og dularfullar verur / þeysa gandreið inn um glugga, / við mér stugga, / stöfum björtum / stjaka frá mér / hverjum skugga“
(Gestaboð um nótt)

„Af hverju erum við ofurseldir duttlungum allskyns misviturra skáldfugla; allskyns rugludalla og letihauga, ha, og svo er þetta gjarnan drykkfellt í ofanálag?“
(Stormur)

„Ég var mættur á staðinn í myrkri en ég sá enga ketti, enga gráa kettti, bara nokkra bíla sem lagt hafði verið í stæðin. Ég heyrði þytinn í trjánum og horfði upp í stjörnubjartan himininn. Einhvers staðar í grenndinni rann lítil á, Litlaá, út í stærri á, Stóruá.“
(Bankastræti núll)

„Benjamín settist á gluggakistu, horfði líkt og annars hugar fram fyrir sig. „Hún var „perfektionisti“, réð við það sem hún var að gera.“ Óvænt róaðist hann og talaði dulum, sefandi rómi. „Þar til einn dag að hún tók upp á því að mála kaprísu eftir Paganíní, ærðist og gekk í sjóinn.““
(Benjamín)

„Orðið gjörvileiki molnaði í sundur í hvert sinn sem þulan birtist á skjánum, nýkomin af sýningu hjá Módel 79-samtökunum, meikuð eins og hún væri að fara á dansleik í Hollywood eða helvíti, það var greinilegt að hún náði engan veginn utan um þetta orð, ég gerði það ekki heldur.“
(1983)

„Þetta var ekkert líkt því að fljúga. Þetta var meira einsog að detta. Konur deyja. Það er hin óumflýjanlega staðreynd. Þær hrapa fram af byggingum, illa til hafðar og örvæntingarfullar.
Og karlmenn, þeir fara á þing.“
(Gæska)

„Súsí sneri bakinu að sjónum, hélt fast um grímuna með báðum höndum, hallaði sér varlega út fyrir borðstokkinn og lét sig falla. Hún skall beint á höfuðið í sjóinn. Henni brá við höggið, fór að hósta og kreppti sig ósjálfrátt saman um leið og hún sökk niður í djúpið þar sem þögnin ríkti.“
(Haltu mér fast!)