Lestrarhátíð

Eitt af stærri verkefnum Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO er að standa fyrir árlegri lestrarhátíð í Reykjavík í samvinnu við stofnanir, félagasamtök og aðra sem starfa á bókmenntasviðinu. Slík hátíð var haldin í fyrsta sinn í október 2012. Lestrarhátíð er fyrir fólk á öllum aldri. Hátíðin er hugsuð sem grasrótarhátíð þar sem allir þeir sem vilja bjóða upp á viðburði og dagskrá sem tengist þemanu hverju sinni geta tekið þátt. Hátíðin stendur allan mánuðinn.

Lestrarhátíð hlaut viðurkenningu Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu árið 2014.