Bókamessa

 

Mynd Harpa tónlistar og ráðstefnuhús

BÓKAMESSA Í BÓKMENNTABORG

Í nóvember ár hver er haldin Bókamessa í Bókmenntaborg í Hörpu. Bókaútgefendur leggja undir sig Flóa og fróðleg bókmenntadagskrá verður í viðburðarýmunum Rímu A og Rímu B.

Á Bókamessu geta gestir kynnt sér blómlega útgáfu hvers árs, hitt höfunda og útgefendur og notið fjölbreyttrar og lifandi dagskrár. Sérstakt krakkahorn er á Bókamessu og þar er boðið upp á smiðjur og föndur. 

Frá Bókamessu 2016

BÓKAÚTGEFENDUR SÝNA NÝJAR BÆKUR OG BOÐIÐ er UPP Á FJÖLBREYTTA BÓKMENNTADAGSKRÁ

Líf og fjör er í Hörpu  alla Bókamessuna. Upplestrar, sögustundir, umræður með höfundum, glæpasagnadagskrá, ljúffengt smakk og óvæntar uppákomur. Þarna gefst fólki einstakt tækifæri til að kynna sér bókaútgáfu hvers árs á einu bretti, ræða við útgefendur og höfunda, fá hugmyndir að bókum í jólapakkana og skemmtilegu lesefni fyrir sig og sína.