Lestrarhátíð 2014 - Tími fyrir sögu

Lestrarhátíð 2014 - Tími fyrir sögu

Árið 2014 var Lestrarhátíð ritlist og smásögum undir heitinu Tími fyrir sögu, með áherslu á stutta prósatexta sem hægt er að næra sig með hvar og hvenær sem er í dagsins önn.

Þórarinn Eldjárn, meistari smásögunnar, vann með Bókmenntaborginni þetta árið og valdi safn skemmtilegra smásagna sem voru gefnar út á rafbók 1. október. Bókin, sem heitir Eins og Reykjavík, hefur að geyma sögur eftir fjölmarga íslenska höfunda og er hún aðgengileg hjá eBókum

Á vef Bókmenntaborgarinnar var hægt að kíkja í Nestisboxið, smásagnasafn á hverjum degi og lesa örsögu eða stuttum smásögum sem passaði til aflestrar í matar- eða kaffitímanum. Vinnustaðir og hópar brugðu á leik með Nestisboxið og fólk las upp sögur hvert fyrir annað. Í borgarlandinu voru stuttum textum varpað upp á nokkrum stöðum til að lífga upp á skammdegið og í Kringlunni, sem verður miðpunktur hátíðarinnar, var leikið með orð og sögur.

Orðaævintýr og hugmyndir fyrir skólafólk

Meðal þess sem Bókmenntaborgin bauð upp á í október var stórskemmtileg sýning í Norræna húsinu í tengslum við hátíðina og Barnabókahátíðina Mýrina. Sýningin, hét Orðaævintýri, og var miðuð að börnum á aldrinum 5 – 12 ára. Á sýningunni hittu gestir alls kyns orð, sum litaglöð og fyrirferðamikil, fýld, glöð, væn, tillitsöm eða jafnvel kelin. 

Hugmyndabanki fyrir kennara og leiðbeinendur á frístundaheimilum var settur saman í tengslum við hátíðina  og var hann stútfullur af góðum ritlistarverkefni og orðlistarverkefna sem örva sköpun. Hugmyndabankan er að finna hér á vefnum undir Sleipni - Lestrarhvetning.

Pólsk smásagna vika og ritlist

Smásagnaverkefnið Transgressions var í kastljósinu í lok október en það er samstarfsverkefni milli Bókmenntaborgarinnar og Smásagnahátíðarinnar í Wrocław í Póllandi. Af því tilefni sömdu Þórarinn Eldjárn, Kristín Eiríksdóttir og Halldór Armand Ásgeirsson smásögur sem voru birtar í mánuðinum svo og pólsku höfundarnir Piotr Pazinski og Ziemowit Szczerek. Þeir heimsóttu Reykjavík í lok október og var bókmenntakvöld með öllum þessum höfundum í lok mánaðarins. 
Hér má lesa smásögurnar sem urðu til í verkefninu.

Ritlistin verður í hávegum höfð og býður Bókmenntaborgin upp á fjölbreyttar ritsmiðjur fyrir unga sem aldna, í samvinnu við Söguhring kvenna, furðusagnahöfundinn Emil Hjörvar Petersen og Davíð Stefánsson ljóðskáld og smásagnahöfund.

Þá mun Bókmenntaborgin vinna með RIFF og einnig verður leikhúshátíðin All Change Festival hluti af Lestrarhátíð í ár.