Humátt

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2015
Flokkur: 

Úr bókinni:

fréttatilkynning

það hefur lengi verið alkunna að nykurinn í Hafravatni flytur sig um set annað hvert ár, dvelur þá í Tjörninni í Reykjavík og ferðast á milli eftir undirgöngum. Fram að þessu hefur ekkert bent til þess að nykrarnir séu fleiri en einn, en nú bregður svo viðað ýmsir telja sig hafa orðið vara við undarleg fyrirbæri víðs vegar um bæinn, aðallega í ljósaskiptunum, sem fara laumulega, álút og silfurgrá að lit og eru menn beðir að hafa varann á einkum í grennd við sundstaði.

(14)