Barnabókaverðlaun Reykjavíkur

Barnabókaverðlaun Reykjavíkur urðu til árið 2016 með samruna Barnabókaverðlauna skóla- og frístundaráðs og Dimmalimm, íslensku myndskreytiverðlaunanna.

Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: fyrir bestu frumsömdu barnabókina á íslensku; fyrir afbragðs þýðingu á erlendri barnabók; og fyrir best myndskreyttu barnabókina. Afhending verðlaunanna og tengd verkefni eru samvinnuverkefni skóla- og frístundaráðs og menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar í bókmenntaborginni Reykjavík.

2017

Ragnheiður Eyjólfsdóttir, besta frumsamda barnabókin: Skuggasaga II: Undirheimar

Halla Sverrisdóttir, afbragðs þýðing á erlendri barnabók: Innan múranna eftir Nova Ren Suma (úr ensku)

Linda Ólafsdóttir, best myndskreytta barnabókin: Íslandsbók barnanna

Tilnefningar

Besta frumsamda barnabókin á íslensku

Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir: Doddi – bók sannleikans
Margrét Tryggvadóttir: Íslandsbók barnanna
Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir: Ormhildarsaga
Hildur Knútsdóttir: Vetrarhörkur

Afbragðs þýðing á erlendri barnabók

Harpa Magnadóttir: 172 tímar á tunglinu eftir Johan Harstad (úr norsku)
Ingibjörg Hjartardóttir: Annað land eftir Håkan Lindquist (úr sænsku)
Lemme Linda Saukas Ólafsdóttir: Einhver Ekkineinsdóttir eftir Kåtlin Kaldmaa (úr eistnesku)
Guðni Kolbeinsson: Norn eftir Kim Fupz Aakeson og Rasmus Bregnhöi (úr dönsku)

Best myndskreytta barnabókin

Hafsteinn Hafsteinsson: Enginn sá hundinn
María Sif Daníelsdóttir: Vísnagull
Lína Rut Wilberg: Þegar næsta sól kemur
Halla Sólveig Þorgeirsdóttir: Ævintýrið af Sölva og Oddi konungi

2016

Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, besta frumsamda barnabókin á íslensku: Koparborgin

Salka Guðmundsdóttir, afbragðs þýðing á erlendri barnabók: Skuggahliðin og Villta hliðin eftir Sally Green (úr ensku)

Linda Ólafsdóttir, best myndskreytta barnabókin: Ugla & Fóa og maðurinn sem fór í hundana

Tilnefningar

Besta frumsamda barnabókin á íslensku

Markús Már Efraím, ábyrgðarmaður: Eitthvað illt á leiðinni er – Hryllingssögur barna af frístundaheimilum Kamps
Gunnar Helgason: Mamma klikk!
Hildur Knútsdóttir: Vetrarfrí
Ólafur Haukur Símonarson: Ugla & Fóa og maðurinn sem fór í hundana 

Afbragðs þýðing á erlendri barnabók

Gerður Kristný: Brúnar eftir Håkon Øvreås (úr norsku)
Erla E. Völudóttir: Hvít sem mjöll eftir Salla Simukka (úr finnsku)
Bjarki Karlsson: Sögur úr norrænni goðafræði, í endursögn Alex Frith og Louie Stowell (úr ensku)
Birgitta Elín Hassel og Marta Hlín Magnadóttir: Violet og Finch eftir Jennifer Niven (úr ensku)

Best myndskreytta barnabókin

Þórarinn Már Baldursson: Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni?
Inga María Brynjarsdóttir, myndritstjóri: Eitthvað illt á leiðinni er
Birta Þrastardóttir: Skínandi
Bergrún Íris Sævarsdóttir: Viltu vera vinur minn?