Bókmenntaborgir UNESCO

Reykjavík er ein af Bókmenntaborgum UNESCO, sem eru hluti af stærra samstarfsneti Skapandi borga UNESCO, UNESCO Creative Cities Network. Titillinn er varanlegur. 
 
Bókmenntaborgirnar hafa það að markmiði að styrkja tengsl sín á milli, vinna að sameiginlegum verkefnum, deila reynslu og hugmyndum og efla þannig alþjóðlega samvinnu á sviði bókmennta og orðlistar. Þótt áherslur og verkefni séu ólík milli borga eiga Bókmenntaborgir UNESCO það allar sameiginlegt að þær vinna að því að renna frekari stoðum undir bókmenninguna í sínu nærumhverfi með góðri samvinnu við aðra á sviðinu. Þær starfa samkvæmt leiðarljósum Skapandi borga UNESCO.
 
Frekari upplýsingar um hinar Bókmenntaborgirnar má nálgast á vefsíðum þeirra:

Bókmenntaborgir Unesco